Vandi háskólanna er undirfjármögnun Helgi Þór Thorarensen skrifar 12. febrúar 2015 06:00 Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um sameiningu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrarvanda þeirra. Tillögurnar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá einföldu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóðfélag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsynlegt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslenskir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undirgengist að bjóða sambærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þessar kröfur.Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðaltali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og gerist í öðrum löndum Norður-Evrópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skorin svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýjun á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurðurinn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vísindastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að sameining háskóla gæti bætt rekstrarstöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofuhaldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkisháskólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skilað stórum hluta af þeim rekstrarlega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfsstöðvar, en varla eru menn tilbúnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjárframlög til skólanna. Rekstrarvandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjármögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar