Viðskipti innlent

Kortavelta erlendis eykst um 13%

ingvar haraldsson skrifar
Heildar kortavelta Visakorta Valitor í janúar jókst um 4,5% miðað við sama tímabil í fyrra.
Heildar kortavelta Visakorta Valitor í janúar jókst um 4,5% miðað við sama tímabil í fyrra.
Kortavelta íslenskra Visa korta erlendis jókst um 13,3% í janúar milli áranna 2014 og 2015. Einnig varð veruleg aukning í kortaveltu erlendis í desember eða um 17,5% milli ára.

Innanlands jókst kreditkortaveltan um  2,9% í janúar. Heildar kortavelta Visakorta Valitor í janúar jókst um 4,5% miðað við sama tímabil í fyrra.

Kreditkortavelta í áfengisverslunum jókst um 5,4% í janúar og 9,6% í desember milli ára. Þá dróst kreditkortavelta á bensínstöðvum saman um 8,6% í janúar og 13,2% í desember milli ára.

Kreditkortavelta í matvöruverslunum jókst um 3,2% í janúar og 0,12% í desember. Samanlögð kreditkortavelta með bensín, áfengi og matvöru dróst hinsvegar saman um 0,24% í janúar og um 2,1% í desember milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×