Hvað á að verða um heimaþjónustu eftir fæðingu? Erla Rún Sigurjónsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:30 Breytingar þær sem til stendur að gera á heimaþjónustu kvenna eftir fæðingu hafa litla athygli fengið. Þó er það svo sú þjónusta mun taka stakkaskiptum frá og með áramótum þar sem hún mun færast frá sjálfstætt starfandi ljósmæðrum og inn í heilsugæsluna. Árið 1994 fór konum hér á landi fyrst að bjóðast að liggja sængulegu heima með aðstoð ljósmóður eftir eðlilega fæðingu. Þessi þjónusta var byggð upp af hópi ljósmæðra sem unnu innan einingar sem kallaðist MFS og hafði samfellda þjónustu við konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu að leiðarljósi. Það þýddi að leitast var við að kona fengi sömu ljósmóður í meðgönguvernd og heim til sín á sængurlegutímabilinu, auk þess sem mögulegt var að sú hin sama gæti tekið á móti barninu. Varð þessi þjónusta fljótt mjög vinsæl og komust færri konur að en vildu. Því vakti það furðu margra þegar MFS kerfið var lagt niður árið 2006. Það var gert fyrirvaralítið, þvert á vilja þeirra ljósmæðra sem komu kerfinu á fót og að sjálfsögðu án þess að það væri borið undir þær fjölmörgu konur sem fætt höfðu innan MFS eða höfðu hug á því. Þar sem heimaþjónusta eftir fæðingu er mun hagkvæmari en sængurlega á sjúkrahúsi var þó ekki hreyft við henni. Ljósmæður sem sinna henni í dag gera hver og ein samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þær eru flestar í öðru föstu starfi, sumar í mæðravernd en aðrar á fæðingardeildum og því oft hægt að koma því við að konur fái til sín ljósmóður sem þær hafa áður kynnst. Einnig geta konur óskað eftir ljósmóður að eigin vali. Þetta vilja ljósmæður fyrir alla muni halda í því samfelld ljósmæðraþjónusta hefur margsannað gildi sitt. Það eru allir sammála um það að heimaþjónusta eftir fæðingu þarf að vera góð og hún verður að vera skjólstæðingum að kostnaðarlausu líkt og hún er og hefur alltaf verið. Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við þegar góð þjónusta sem fagfólk hefur veitt, kostuð hefur verið af ríkinu og mikil ánægja hefur ríkt með er sett undir ríkisstofnun þó það þýði að skjólstæðingar fái lakari umönnun. Heimaþjónusta ljósmæðra eins og hún er í dag er eflaust ekki fullkomin. Hins vegar hafa hugmyndir ljósmæðra um hvernig megi gera þjónustuna skilvirkari enga athygli fengið. Heimaþjónusta eftir fæðingu er vissulega á sviði heilsugæslu og henni yrði áfram sinnt af ljósmæðrum. Hvers vegna held ég því þá fram að þjónustan muni skerðast? Mergurinn málsins er sá að börn fæðast árið um kring á öllum tímum sólarhrings. Þannig virkar heilsugæslan aftur á móti ekki. Þar er hvorki unnið á kvöldin, um helgar né á frídögum. Hvað á til dæmis að gera við konur sem fæða á fimmtudagskvöldi og fara heim seinni partinn á föstudegi? Nú er svo komið að Landspítalinn býður ekki lengur upp á sængurlegu fyrir heilbrigðar konur. Eiga þessar konur og börn þeirra að bíða heima yfir helgi þar til ljósmóðir frá heilsugæslu kemur á mánudagsmorgni? Það þarf ekki að fjölyrða um öll þau vandamál sem gætu komið upp á þessum tíma og ég tala nú ekki um þá vanlíðan sem slíkt óöryggi gæti bakað foreldrunum. En gallarnir við fyrirhugaðar breytingar eru fleiri. Að mínu mati er ótækt hversu erfitt verður að tryggja að sama ljósmóðirin komi í öll skiptin. Sé fleiri en ein ljósmóðir að sinna sömu fjölskyldunni verður þjónustan ekki aðeins sundurslitin hvað varðar andlegan stuðning heldur gefur augaleið að eftirlit með móður og barni torveldast mikið. Þar að auki er hætt við að fræðsla verði ómarkvissari. Konur sem eru nýorðnar mæður og nýburar þeirra eru líka viðkvæmur hópur skjólstæðinga. Konur þurfa oftast að hleypa ljósmæðrum mjög nærri sér - bókstaflega inn á rúmgafl. Það að þær geti valið hver sinnir þeim eftir fæðingu er því atriði sem ekki má fórna. Þó svo að ég geri ráð fyrir því að í nýju kerfi verði reynt að tryggja samfellu er ljóst að slíkt er ekki hægt nema að hætt verði að bjóða ljósmæðrum upp á að vera í hlutastarfi, eða þá að heimsóknum til kvenna verði fækkað verulega. Er það kannski það sem stefnt er að? Fyrir fólk sem hefur eytt mörgum árum í að byggja upp góða þjónustu á faglegum forsendum er gífurlega sárt að sjá hana rifna niður. Nú liggur líka fyrir ekki mun sparast fé við þessar breytingar. Hví þá að ana af stað án þess að skoða málin af yfirvegun og taka tillit til allra hlutaðeigandi? Sú ómælda vinna sem ljósmæður hafa lagt á sig á undanförnum árum til að bæta þjónustu við nýbakaðar mæður er að engu höfð með þessu móti og síðast en ekki síst er heldur engin virðing borin fyrir þörfum eða löngunum kvenna og fjölskyldna þeirra. Finnst heilbrigðisráðherra eðlilegt að tekin sé stjórnvaldsákvörðun um breytingar á þessari viðkvæmu þjónustu án samráðs við þær konur sem þiggja hana né heldur við þær sem veita hana? Ég fyrir mitt leyti er orðin þreytt á því að breytingar á þjónustu við konur í barneignarferlinu séu gerðar fyrirvaralaust og án þess að reynt sé að ná neinni heildarsýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Breytingar þær sem til stendur að gera á heimaþjónustu kvenna eftir fæðingu hafa litla athygli fengið. Þó er það svo sú þjónusta mun taka stakkaskiptum frá og með áramótum þar sem hún mun færast frá sjálfstætt starfandi ljósmæðrum og inn í heilsugæsluna. Árið 1994 fór konum hér á landi fyrst að bjóðast að liggja sængulegu heima með aðstoð ljósmóður eftir eðlilega fæðingu. Þessi þjónusta var byggð upp af hópi ljósmæðra sem unnu innan einingar sem kallaðist MFS og hafði samfellda þjónustu við konur í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu að leiðarljósi. Það þýddi að leitast var við að kona fengi sömu ljósmóður í meðgönguvernd og heim til sín á sængurlegutímabilinu, auk þess sem mögulegt var að sú hin sama gæti tekið á móti barninu. Varð þessi þjónusta fljótt mjög vinsæl og komust færri konur að en vildu. Því vakti það furðu margra þegar MFS kerfið var lagt niður árið 2006. Það var gert fyrirvaralítið, þvert á vilja þeirra ljósmæðra sem komu kerfinu á fót og að sjálfsögðu án þess að það væri borið undir þær fjölmörgu konur sem fætt höfðu innan MFS eða höfðu hug á því. Þar sem heimaþjónusta eftir fæðingu er mun hagkvæmari en sængurlega á sjúkrahúsi var þó ekki hreyft við henni. Ljósmæður sem sinna henni í dag gera hver og ein samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þær eru flestar í öðru föstu starfi, sumar í mæðravernd en aðrar á fæðingardeildum og því oft hægt að koma því við að konur fái til sín ljósmóður sem þær hafa áður kynnst. Einnig geta konur óskað eftir ljósmóður að eigin vali. Þetta vilja ljósmæður fyrir alla muni halda í því samfelld ljósmæðraþjónusta hefur margsannað gildi sitt. Það eru allir sammála um það að heimaþjónusta eftir fæðingu þarf að vera góð og hún verður að vera skjólstæðingum að kostnaðarlausu líkt og hún er og hefur alltaf verið. Hins vegar finnst mér það skjóta skökku við þegar góð þjónusta sem fagfólk hefur veitt, kostuð hefur verið af ríkinu og mikil ánægja hefur ríkt með er sett undir ríkisstofnun þó það þýði að skjólstæðingar fái lakari umönnun. Heimaþjónusta ljósmæðra eins og hún er í dag er eflaust ekki fullkomin. Hins vegar hafa hugmyndir ljósmæðra um hvernig megi gera þjónustuna skilvirkari enga athygli fengið. Heimaþjónusta eftir fæðingu er vissulega á sviði heilsugæslu og henni yrði áfram sinnt af ljósmæðrum. Hvers vegna held ég því þá fram að þjónustan muni skerðast? Mergurinn málsins er sá að börn fæðast árið um kring á öllum tímum sólarhrings. Þannig virkar heilsugæslan aftur á móti ekki. Þar er hvorki unnið á kvöldin, um helgar né á frídögum. Hvað á til dæmis að gera við konur sem fæða á fimmtudagskvöldi og fara heim seinni partinn á föstudegi? Nú er svo komið að Landspítalinn býður ekki lengur upp á sængurlegu fyrir heilbrigðar konur. Eiga þessar konur og börn þeirra að bíða heima yfir helgi þar til ljósmóðir frá heilsugæslu kemur á mánudagsmorgni? Það þarf ekki að fjölyrða um öll þau vandamál sem gætu komið upp á þessum tíma og ég tala nú ekki um þá vanlíðan sem slíkt óöryggi gæti bakað foreldrunum. En gallarnir við fyrirhugaðar breytingar eru fleiri. Að mínu mati er ótækt hversu erfitt verður að tryggja að sama ljósmóðirin komi í öll skiptin. Sé fleiri en ein ljósmóðir að sinna sömu fjölskyldunni verður þjónustan ekki aðeins sundurslitin hvað varðar andlegan stuðning heldur gefur augaleið að eftirlit með móður og barni torveldast mikið. Þar að auki er hætt við að fræðsla verði ómarkvissari. Konur sem eru nýorðnar mæður og nýburar þeirra eru líka viðkvæmur hópur skjólstæðinga. Konur þurfa oftast að hleypa ljósmæðrum mjög nærri sér - bókstaflega inn á rúmgafl. Það að þær geti valið hver sinnir þeim eftir fæðingu er því atriði sem ekki má fórna. Þó svo að ég geri ráð fyrir því að í nýju kerfi verði reynt að tryggja samfellu er ljóst að slíkt er ekki hægt nema að hætt verði að bjóða ljósmæðrum upp á að vera í hlutastarfi, eða þá að heimsóknum til kvenna verði fækkað verulega. Er það kannski það sem stefnt er að? Fyrir fólk sem hefur eytt mörgum árum í að byggja upp góða þjónustu á faglegum forsendum er gífurlega sárt að sjá hana rifna niður. Nú liggur líka fyrir ekki mun sparast fé við þessar breytingar. Hví þá að ana af stað án þess að skoða málin af yfirvegun og taka tillit til allra hlutaðeigandi? Sú ómælda vinna sem ljósmæður hafa lagt á sig á undanförnum árum til að bæta þjónustu við nýbakaðar mæður er að engu höfð með þessu móti og síðast en ekki síst er heldur engin virðing borin fyrir þörfum eða löngunum kvenna og fjölskyldna þeirra. Finnst heilbrigðisráðherra eðlilegt að tekin sé stjórnvaldsákvörðun um breytingar á þessari viðkvæmu þjónustu án samráðs við þær konur sem þiggja hana né heldur við þær sem veita hana? Ég fyrir mitt leyti er orðin þreytt á því að breytingar á þjónustu við konur í barneignarferlinu séu gerðar fyrirvaralaust og án þess að reynt sé að ná neinni heildarsýn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar