Að eiga sína eigin jörð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 10. desember 2010 06:30 Pólitískar deilur um Íbúðalánasjóð settu svip sinn á stjórnmál áranna fyrir Hrun. Skiptist fólk gjarnan í fylkingar með og á móti Íbúðalánsjóði og þá jafnframt með og á móti húsnæðislánum bankanna. Deilur um ríkisábyrgð á sjóðnum og samkeppni hans við bankakerfið stóðu árum saman. Hér var deilt um kosti og galla ríkisafskipta og markaðslausna í húsnæðislánum, líkt og einn kosturinn útilokaði hinn. Eftir á að hyggja skiluðu þessar deilur litlu: álitamál um ríkisábyrgð eru til að mynda enn óleyst. Það er mikilvægt að rífa umræður um Íbúðalánasjóð upp úr gömlum hjólförum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis dró upp skýra og heldur dapurlega mynd af húsnæðislánum bankanna. Enginn getur því gagnrýnt Íbúðarlánsjóð með því að benda á glæstan feril bankakerfisins í húsnæðislánum. Ófarir bankanna eru heldur engin ástæða til að hefja Íbúðalánasjóð á stall og ræða um hann gagnrýnislaust. í rannsóknarskýrslu Alþingis eru breytingar á húsnæðislánakerfinu árið 2003 taldar ein af stærstu hagstjórnarmistökum síðari ára. Alþingi hefur nú samþykkt að ríkissjóður geti lagt Íbúðalánasjóði til 33 milljarða og fyrir liggur að leggja þarf sjóðnum til aukið fjármagn á næsta ári. Þessi framlög eru ekki beinlínis heilbrigðisvottorð um starfsemi sjóðsins. Framlög upp á tugi milljarða kalla auðvitað á sérstaka rannsókn á starfsemi sjóðsins í aðdraganda Hrunsins. Alþingi ber að mínu viti skylda til að standa fyrir slíkri rannsókn. Vandamálum Íbúðalánasjóðs má ekki sópa undir teppið eða gera lítið úr þeim vegna gamalla pólitískra deilumála. Umræðu um fjárhag og starfsemi Íbúðalánsjóðs verður að setja í samhengi við stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum almennt. „Sá maður sem á sína eigin jörð" sagði Bjartur í Sumarhúsum, „hann er sjálfstæður maður í landinu." Þetta var stefnan í hnotskurn. Séreignastefnan í húsnæðismálum hefur breyst í martröð fyrir fjölda Íslendinga, ekki síst ungt fólk. Okkar bíður það verkefni að skapa fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum og endurskoða þjónustuhlutverk Íbúðarlánasjóðs í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Pólitískar deilur um Íbúðalánasjóð settu svip sinn á stjórnmál áranna fyrir Hrun. Skiptist fólk gjarnan í fylkingar með og á móti Íbúðalánsjóði og þá jafnframt með og á móti húsnæðislánum bankanna. Deilur um ríkisábyrgð á sjóðnum og samkeppni hans við bankakerfið stóðu árum saman. Hér var deilt um kosti og galla ríkisafskipta og markaðslausna í húsnæðislánum, líkt og einn kosturinn útilokaði hinn. Eftir á að hyggja skiluðu þessar deilur litlu: álitamál um ríkisábyrgð eru til að mynda enn óleyst. Það er mikilvægt að rífa umræður um Íbúðalánasjóð upp úr gömlum hjólförum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis dró upp skýra og heldur dapurlega mynd af húsnæðislánum bankanna. Enginn getur því gagnrýnt Íbúðarlánsjóð með því að benda á glæstan feril bankakerfisins í húsnæðislánum. Ófarir bankanna eru heldur engin ástæða til að hefja Íbúðalánasjóð á stall og ræða um hann gagnrýnislaust. í rannsóknarskýrslu Alþingis eru breytingar á húsnæðislánakerfinu árið 2003 taldar ein af stærstu hagstjórnarmistökum síðari ára. Alþingi hefur nú samþykkt að ríkissjóður geti lagt Íbúðalánasjóði til 33 milljarða og fyrir liggur að leggja þarf sjóðnum til aukið fjármagn á næsta ári. Þessi framlög eru ekki beinlínis heilbrigðisvottorð um starfsemi sjóðsins. Framlög upp á tugi milljarða kalla auðvitað á sérstaka rannsókn á starfsemi sjóðsins í aðdraganda Hrunsins. Alþingi ber að mínu viti skylda til að standa fyrir slíkri rannsókn. Vandamálum Íbúðalánasjóðs má ekki sópa undir teppið eða gera lítið úr þeim vegna gamalla pólitískra deilumála. Umræðu um fjárhag og starfsemi Íbúðalánsjóðs verður að setja í samhengi við stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum almennt. „Sá maður sem á sína eigin jörð" sagði Bjartur í Sumarhúsum, „hann er sjálfstæður maður í landinu." Þetta var stefnan í hnotskurn. Séreignastefnan í húsnæðismálum hefur breyst í martröð fyrir fjölda Íslendinga, ekki síst ungt fólk. Okkar bíður það verkefni að skapa fjölbreyttari kosti í húsnæðismálum og endurskoða þjónustuhlutverk Íbúðarlánasjóðs í samræmi við það.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar