Lausnin felst í réttlæti ekki ölmusu Jóhanna K. Eyjólfsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:00 Samviskufangar heimsins í dag eru hinir snauðu. Þær milljónir sem njóta ekki mannréttinda og lifa við fátækt. Fangelsið er stórt og það er að finna um allan heim. Fangelsið er rammbyggt og byggingarefnið eru mannréttindabrot. Mannréttindabrot sem viðhalda traustum múrum fangelsis. Skortur á efnislegum gæðum er vissulega ein birtingamynd fátæktar, sú birtingarmynd sem flestir einblína á. En fátækt snýst ekki eingöngu um skort. Fátækt snýst öðru fremur um öryggisleysi, kúgun, spillingu, ofbeldi, mismunun, útilokun og raddleysi. Baráttan gegn fátækt þarf að breytast, útrýming fátæktar getur ekki falist eingöngu í hagvexti og aukinni landsframleiðslu, þaðan af síður í ölmusu. Auknar tekjur einar og sér binda ekki enda á mannréttindabrot. Lausnin felst fyrst og fremst í virðingu fyrir mannréttindum. Lausnin felst í því að beina sjónum að þeim mannréttindabrotum sem skapa fátækt og halda fólki í fjötrum hennar. Því er gerð ríka krafa á ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir, fyrirtæki og fjármálastofnanir að byggja allar aðgerðir gegn fátækt á virðingu fyrir mannréttinum, bæði heima og heiman. Mannréttindi fyrir alla Hinn 10. desember árið 1948 var Mannréttindayfirlýsingin samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ætíð síðan hefur 10. desember verið alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Mannréttindasamtökin Amnesty International byggja starf sitt á Mannréttindayfirlýsingunni og telja afar mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um efni hennar og leggi sitt af mörkum til að réttindi þau, sem þar eru skráð, verði virt. Starf Amnesty International tryggir að fórnarlömb mannréttindabrota gleymast ekki og ríkisstjórnir sem gerast brotlegar komast ekki upp með mannréttindabrot án þess að athygli umheimsins beinist að þeim. Þess vegna minnir Amnesty International nú enn og aftur allar ríkisstjórnir heims á þau réttindi sem skráð eru í Mannréttindayfirlýsingunni, réttindi sem yfirvöldum ber að tryggja og um leið hvetja samtökin almenning til að styðja mannréttindabaráttu Amnesty International. Áskorun til íslenskra yfirvalda Eitt af baráttumálum Amnesty International er að fólk geti dregið stjórnvöld til ábyrgðar þegar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru vanvirt. Í dag, á alþjóðlega mannréttindadaginn eru tvö ár liðin frá því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Íslandsdeild Amnesty International hefur nú ítrekað fyrri áskoranir til íslenskra yfirvalda um að Ísland undirriti og fullgildi bókunina. Bókunin opnar kæruleið fyrir einstaklinga og hópa sem brotið er á. Hún er mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja aðgang að réttlæti fyrir þolendur mannréttindabrota. Fólk sem lifir í sárri fátækt og hópar á jaðri samfélaga sætir alvarlegustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, þar með talið réttinum til húsnæðis, fæðis, vatns og hreinlætis, svo og réttinum til heilsu og menntunar. Amnesty International telur að mannréttindi verði að vera miðlæg í allri viðleitni til að draga úr fátækt. Með því að gerast aðili að bókuninni myndi ríkisstjórn Íslands sýna að hún er reiðubúin til að koma fram af ábyrgð gagnvart þeim sem búa við fátækt. Fullgilding bókunarinnar er raunhæft skref í átt að útrýmingu fátæktar bæði heima og heiman. Það er löngu tímabært að tryggja aðgang að úrræðum fyrir fórnarlömb allra mannréttindabrota. Fórnarlömb brota á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum hafa ekki notið sömu verndar og fórnarlömb brota á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Fullgilding bókunarinnar er því mikilvægt skref til að tryggja alþjóðlega vernd og réttlæti til handa fórnarlömbum allra mannréttindabrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samviskufangar heimsins í dag eru hinir snauðu. Þær milljónir sem njóta ekki mannréttinda og lifa við fátækt. Fangelsið er stórt og það er að finna um allan heim. Fangelsið er rammbyggt og byggingarefnið eru mannréttindabrot. Mannréttindabrot sem viðhalda traustum múrum fangelsis. Skortur á efnislegum gæðum er vissulega ein birtingamynd fátæktar, sú birtingarmynd sem flestir einblína á. En fátækt snýst ekki eingöngu um skort. Fátækt snýst öðru fremur um öryggisleysi, kúgun, spillingu, ofbeldi, mismunun, útilokun og raddleysi. Baráttan gegn fátækt þarf að breytast, útrýming fátæktar getur ekki falist eingöngu í hagvexti og aukinni landsframleiðslu, þaðan af síður í ölmusu. Auknar tekjur einar og sér binda ekki enda á mannréttindabrot. Lausnin felst fyrst og fremst í virðingu fyrir mannréttindum. Lausnin felst í því að beina sjónum að þeim mannréttindabrotum sem skapa fátækt og halda fólki í fjötrum hennar. Því er gerð ríka krafa á ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir, fyrirtæki og fjármálastofnanir að byggja allar aðgerðir gegn fátækt á virðingu fyrir mannréttinum, bæði heima og heiman. Mannréttindi fyrir alla Hinn 10. desember árið 1948 var Mannréttindayfirlýsingin samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ætíð síðan hefur 10. desember verið alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Mannréttindasamtökin Amnesty International byggja starf sitt á Mannréttindayfirlýsingunni og telja afar mikilvægt að hver og einn sé meðvitaður um efni hennar og leggi sitt af mörkum til að réttindi þau, sem þar eru skráð, verði virt. Starf Amnesty International tryggir að fórnarlömb mannréttindabrota gleymast ekki og ríkisstjórnir sem gerast brotlegar komast ekki upp með mannréttindabrot án þess að athygli umheimsins beinist að þeim. Þess vegna minnir Amnesty International nú enn og aftur allar ríkisstjórnir heims á þau réttindi sem skráð eru í Mannréttindayfirlýsingunni, réttindi sem yfirvöldum ber að tryggja og um leið hvetja samtökin almenning til að styðja mannréttindabaráttu Amnesty International. Áskorun til íslenskra yfirvalda Eitt af baráttumálum Amnesty International er að fólk geti dregið stjórnvöld til ábyrgðar þegar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi eru vanvirt. Í dag, á alþjóðlega mannréttindadaginn eru tvö ár liðin frá því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma valfrjálsa bókun við alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Íslandsdeild Amnesty International hefur nú ítrekað fyrri áskoranir til íslenskra yfirvalda um að Ísland undirriti og fullgildi bókunina. Bókunin opnar kæruleið fyrir einstaklinga og hópa sem brotið er á. Hún er mikilvægt skref í þeirri viðleitni að tryggja aðgang að réttlæti fyrir þolendur mannréttindabrota. Fólk sem lifir í sárri fátækt og hópar á jaðri samfélaga sætir alvarlegustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, þar með talið réttinum til húsnæðis, fæðis, vatns og hreinlætis, svo og réttinum til heilsu og menntunar. Amnesty International telur að mannréttindi verði að vera miðlæg í allri viðleitni til að draga úr fátækt. Með því að gerast aðili að bókuninni myndi ríkisstjórn Íslands sýna að hún er reiðubúin til að koma fram af ábyrgð gagnvart þeim sem búa við fátækt. Fullgilding bókunarinnar er raunhæft skref í átt að útrýmingu fátæktar bæði heima og heiman. Það er löngu tímabært að tryggja aðgang að úrræðum fyrir fórnarlömb allra mannréttindabrota. Fórnarlömb brota á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum hafa ekki notið sömu verndar og fórnarlömb brota á borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Fullgilding bókunarinnar er því mikilvægt skref til að tryggja alþjóðlega vernd og réttlæti til handa fórnarlömbum allra mannréttindabrota.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar