Vátryggingasvindl - þú borgar Vigdís Halldórsdóttir skrifar 10. desember 2010 06:00 Capacent-Gallup hefur með árs millibili framkvæmt tvær skoðanakannanir til að meta viðhorf Íslendinga á aldrinum 16-75 ára til vátryggingasvika. Niðurstöður úr þessum könnunum, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar á Íslandi, sýna að þriðjungur aðspurðra hafði vitneskju um einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á. Þetta eru svipaðar niðurstöður og sjá má í danskri könnun frá árinu 2009 en þar voru þó 40% aðspurðra sem þekktu einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á. Sérstaklega áhugvert er að sjá í íslensku könnununum að marktækur munur er á svörum eftir aldri þátttakanda, þar sem 19% aðspurðra á aldrinum 55 ára og eldri höfðu vitneskju um einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á en 47% aðspurðra á aldrinum 16-24 ára. Skoðanakannanir sem mæla viðhorf almennings til vátryggingasvika eru framkvæmdar með reglulegum hætti á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum Evrópu. Einnig eru framkvæmdar rannsóknir til að mæla hversu hátt hlutfall af greiddum tryggingabótum er vegna svika og hvaða hópar eru líklegastir til að stunda eða vera þátttakendur í tryggingasvikum. Flestar niðurstöður sýna að hlutfall vátryggingasvika er á bilinu 10-15%. Þetta þýðir að 10-15% af öllum greiddum vátryggingabótum eru vegna svika og því bótagreiðslur sem eiga ekki rétt á sér. Í könnun Capacent-Gallup var ánægjulegt að sjá að 93% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að vátryggingasvik eru alvarleg brot. Það breytir því þó ekki að niðurstöðurnar sýna að virkilega hátt hlutfall fólks þekkir einhvern sem hefur fengið tryggingabætur sem hann á ekki rétt á. En hvað er átt við með vátryggingasvikum? Þegar rætt er um vátryggingasvik koma oftast upp í hugann fréttir af sviðsetningu á árekstri, eldi í lúxus-bifreiðum eða jafnvel skipulögð glæpastarfsemi þar sem markvisst er unnið að því að svíkja út bætur frá tryggingafélögum. Það eru hins vegar litlu svikin, þar sem sviknar eru út lægri fjárhæðir, sem kosta í raun aðra viðskiptavini gríðarlegar fjárhæðir á hverju ári enda safnast þegar saman kemur. Það samræmist kannski málvitund okkar betur að kalla þetta svindl en ekki svik og mun orðið vátryggingasvindl því notað hér eftir í þessari grein. Þeir sem ákveða að svindla á tryggingafélaginu sínu eru í raun að svindla á okkur sem erum heiðarlegir viðskiptavinir og myndum aldrei láta okkur detta í hug að gera slíkt. Samkvæmt erlendum rannsóknum þar sem umfang vátryggingasvindls hefur verið rannsakað í meira mæli en þekkist hér á landi má gera ráð fyrir að stórar fjárhæðir séu greiddar út á hverju ári vegna þess. Ljóst er að tryggingasvindl hefur áhrif á rekstur og þar með iðgjöld og bitnar þannig á öllum. Sem dæmi um áhrif tryggingasvindls á iðgjöld hins almenna tryggingartaka má nefna að í Bretlandi er gert ráð fyrir að iðgjöld allra tryggingartaka hækki árlega um 6% vegna tryggingasvindls. Tryggingasvindl er því ekki einungis vandamál tryggingafélaganna heldur er þetta samfélagslegt vandamál sem við ættum öll að vera vakandi yfir. Auk þess er tryggingasvindl brot á almennum hegningarlögum og því refsivert. Við myndum ekki brosa yfir því eða láta það óátalið ef einhver myndi segja okkur að hann hafi stolið frá okkur peningi til að kaupa sér nýja tölvu eða nýtt sjónvarp. Af hverju ættum við þá að gera það þegar við fréttum af einhverjum sem ýkir kröfuna sína til tryggingafélagsins til að fá hærri bætur? Sá hinn sami er að fá þessa peninga úr okkar vasa. Árið 2008 námu bótagreiðslur íslenskra vátryggingafélaga um 30 milljörðum króna og um 28 milljörðum árið 2009. Ef miðað er við áætlaða tíðni vátryggingasvika í nágrannalöndum okkar má gera ráð fyrir að 10-15% af þessum fjárhæðum séu til komin vegna vátryggingasvindls. Ef við miðum við neðri mörkin eða 10% má þá gera ráð fyrir að af öllum bótagreiðslum sem voru greiddar árið 2009 séu 2,8 milljarðar vegna vátryggingasvindls. Þetta þýðir að ef við gerum ráð fyrir að staðan hér sé sambærileg við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar þá má gera ráð fyrir að vátryggingasvindl kosti hinn almenna vátryggingartaka 236 milljónir króna mánaðarlega eða tæplega 54 milljónir á viku. Það er því ljóst að það eru hagsmunir allra vátryggingataka að vera vakandi yfir og berjast gegn vátryggingasvindli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Capacent-Gallup hefur með árs millibili framkvæmt tvær skoðanakannanir til að meta viðhorf Íslendinga á aldrinum 16-75 ára til vátryggingasvika. Niðurstöður úr þessum könnunum, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar á Íslandi, sýna að þriðjungur aðspurðra hafði vitneskju um einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á. Þetta eru svipaðar niðurstöður og sjá má í danskri könnun frá árinu 2009 en þar voru þó 40% aðspurðra sem þekktu einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á. Sérstaklega áhugvert er að sjá í íslensku könnununum að marktækur munur er á svörum eftir aldri þátttakanda, þar sem 19% aðspurðra á aldrinum 55 ára og eldri höfðu vitneskju um einhvern sem hafði fengið vátryggingabætur sem hann átti ekki rétt á en 47% aðspurðra á aldrinum 16-24 ára. Skoðanakannanir sem mæla viðhorf almennings til vátryggingasvika eru framkvæmdar með reglulegum hætti á Norðurlöndum og í öðrum ríkjum Evrópu. Einnig eru framkvæmdar rannsóknir til að mæla hversu hátt hlutfall af greiddum tryggingabótum er vegna svika og hvaða hópar eru líklegastir til að stunda eða vera þátttakendur í tryggingasvikum. Flestar niðurstöður sýna að hlutfall vátryggingasvika er á bilinu 10-15%. Þetta þýðir að 10-15% af öllum greiddum vátryggingabótum eru vegna svika og því bótagreiðslur sem eiga ekki rétt á sér. Í könnun Capacent-Gallup var ánægjulegt að sjá að 93% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að vátryggingasvik eru alvarleg brot. Það breytir því þó ekki að niðurstöðurnar sýna að virkilega hátt hlutfall fólks þekkir einhvern sem hefur fengið tryggingabætur sem hann á ekki rétt á. En hvað er átt við með vátryggingasvikum? Þegar rætt er um vátryggingasvik koma oftast upp í hugann fréttir af sviðsetningu á árekstri, eldi í lúxus-bifreiðum eða jafnvel skipulögð glæpastarfsemi þar sem markvisst er unnið að því að svíkja út bætur frá tryggingafélögum. Það eru hins vegar litlu svikin, þar sem sviknar eru út lægri fjárhæðir, sem kosta í raun aðra viðskiptavini gríðarlegar fjárhæðir á hverju ári enda safnast þegar saman kemur. Það samræmist kannski málvitund okkar betur að kalla þetta svindl en ekki svik og mun orðið vátryggingasvindl því notað hér eftir í þessari grein. Þeir sem ákveða að svindla á tryggingafélaginu sínu eru í raun að svindla á okkur sem erum heiðarlegir viðskiptavinir og myndum aldrei láta okkur detta í hug að gera slíkt. Samkvæmt erlendum rannsóknum þar sem umfang vátryggingasvindls hefur verið rannsakað í meira mæli en þekkist hér á landi má gera ráð fyrir að stórar fjárhæðir séu greiddar út á hverju ári vegna þess. Ljóst er að tryggingasvindl hefur áhrif á rekstur og þar með iðgjöld og bitnar þannig á öllum. Sem dæmi um áhrif tryggingasvindls á iðgjöld hins almenna tryggingartaka má nefna að í Bretlandi er gert ráð fyrir að iðgjöld allra tryggingartaka hækki árlega um 6% vegna tryggingasvindls. Tryggingasvindl er því ekki einungis vandamál tryggingafélaganna heldur er þetta samfélagslegt vandamál sem við ættum öll að vera vakandi yfir. Auk þess er tryggingasvindl brot á almennum hegningarlögum og því refsivert. Við myndum ekki brosa yfir því eða láta það óátalið ef einhver myndi segja okkur að hann hafi stolið frá okkur peningi til að kaupa sér nýja tölvu eða nýtt sjónvarp. Af hverju ættum við þá að gera það þegar við fréttum af einhverjum sem ýkir kröfuna sína til tryggingafélagsins til að fá hærri bætur? Sá hinn sami er að fá þessa peninga úr okkar vasa. Árið 2008 námu bótagreiðslur íslenskra vátryggingafélaga um 30 milljörðum króna og um 28 milljörðum árið 2009. Ef miðað er við áætlaða tíðni vátryggingasvika í nágrannalöndum okkar má gera ráð fyrir að 10-15% af þessum fjárhæðum séu til komin vegna vátryggingasvindls. Ef við miðum við neðri mörkin eða 10% má þá gera ráð fyrir að af öllum bótagreiðslum sem voru greiddar árið 2009 séu 2,8 milljarðar vegna vátryggingasvindls. Þetta þýðir að ef við gerum ráð fyrir að staðan hér sé sambærileg við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar þá má gera ráð fyrir að vátryggingasvindl kosti hinn almenna vátryggingartaka 236 milljónir króna mánaðarlega eða tæplega 54 milljónir á viku. Það er því ljóst að það eru hagsmunir allra vátryggingataka að vera vakandi yfir og berjast gegn vátryggingasvindli.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun