Punktar um sóttvarnarstýringu Haukur Arnþórsson skrifar 1. apríl 2020 11:15 Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar