Punktar um sóttvarnarstýringu Haukur Arnþórsson skrifar 1. apríl 2020 11:15 Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þótt einkennilegt sé, eins mikill aðdáandi sérfræðiþekkingar og ég er, þá er ég búinn að fá nóg af einræði æðstu starfsmanna heilbrigðiskerfisins í sóttvarnarstýringu. Ég kalla eftir mikið víðtækari þátttöku sérfræðinga – og ekki síst félagsfræðinga, öldrunarfræðinga, sálfræðinga, skólafólks, íþróttafólks, þjóðkirkjunnar og allra annarra sem hafa með fólk að gera. Annað hvort þurfa allir þessir hópar sérfræðinga að vinna saman eða sem bakhópur að baki stjórnmálunum, sem er hin venjulega vestræna framkvæmd. Til er stjórnmálafræðileg kenning um að almenn viðmið (e. common sence) eigi að liggja til grundvallar stefnumörkun í þjóðfélaginu, enda þótt þau geri það ekki alltaf. Best fari á því – og er hún réttlæting þess að stjórnmálamenn stýra ferðinni í flestum málum en ekki sérfræðingar. Jafnvel ég kalla því eftir aðkomu stjórnmálanna við stjórn aðgerða, en stilli mig um að nefna orðið fagidíót um sérfræðistéttirnar, enda sérfræðingur sjálfur. Nú horfum við framá að hópar sem standa veikt, ekki síst unglingar, munu mögulega ekki koma aftur í íþróttastarf eða til framhaldsnáms. Ef heil kynslóð fer frá heilbrigðu líferni og spillir lífi sínu – erum við sátt við að greiða það verð og horfa upp á mögulegar þjáningar hennar og mögulega eymd um ókomin ár - því margt bendir til að það verði verðið sem við greiðum, þótt enn séu þetta vangaveltur – auk alls annars kostnaðar af því hvað aðgerðunum er ætlað að draga það á langinn að fólk lifi eðlilegu lífi. Ég hefði haldið að lágmark væri að skóla- og íþróttastarf héldist gangandi, líka leikskólastarf, enda eru þau börn síst í smithættu. Slík opnum myndi gera atvinnulífinu auðveldara fyrir, en það er nú nánast á hliðinni. Það er ekki bara ferðageirinn sem hefur lamast, heldur öll starfsemi, jafnvel lögfræðistofur geta ekki starfað. Þegar talað er um sektir eða lögregluvald gagnvart íþróttafélögum ef þau halda uppi starfi, tekur steininn úr. Aðgerðir sem ekki stefna að því að hlífa börnum og unglingum eru ekki góðar aðgerðir. Þau eru dýrmætasti hópurinn í þjóðfélaginu - ef við viljum forgangsraða. Hér er bara tekið eitt dæmi og sennilega það alvarlegasta – hvað varðar unglinga, en félagslegi kostnaðurinn vegna aðgerðanna gæti verið gríðarlegur. Fólkið í landinu þarf raunverulega geðlæknishjálp, sálfræðihjálp, heimilisofbeldi er staðreynd (nú eru heimilin ofurselt ofbeldismönnum – og áfengisneysla hefur farið upp, helsta orsök heimilisofbeldis) – og ýmislegt fleira á eftir að koma á daginn. Ég læt það ekki eftir mér að ræða um fjárhagshlið heimilanna, hún á eftir að koma betur í ljós þegar líða tekur á árið og verulega fer að harðna á dalnum. Ég auglýsi eftir markmiðum með aðgerðunum. Hvenær á hjarðónæmi að verða náð – og af hverju á það að gerast svona hægt? Er hægt að komast hjá því að mynda hjarðónæmi eða gýs upp faraldur aftur og aftur ef því er ekki náð? Og hvað má það taka langan tíma? Enginn sem stendur í alþjóðlegum viðskiptum eða samskiptum – eða ætlar sér að ferðast á næstu misserum vill sleppa við að komast í kynni við veiruna. Hún er forsenda þess að menn geti um frjálst höfuð strokið. En markmiðin liggja ekki fyrir – umræðurnar í sjónvarpinu eru eins og á netinu – talað er um smáatriði út í hörgul, vonandi þó ekki eins og á netinu, til að villa um fyrir heildarsýn eða yfirstæðum atriðum. Maður veltir fyrir sér hvort þjóðir sem láta flensuna ganga hratt yfir eins og Ítalir og Spánverjar, standi uppi sem sigurvegarar langt á undan öðrum ríkjum – og þá líka hvort asíuríkin fái veiruna aftur og þar með nýjan faraldur vegna þess að þau stöðvuðu útbreiðslu hennar of fljótt. Spurningin um hjarðónæmi er grundvallaratriði til þess að skilja hvernig bregðast á við. Þær gríðarlega umfangsmiklu aðgerðir sem gripið hefur verið til eru algerlega á forsendum heilbrigðiskerfisins – og raunar virðist við það miðað að Landspítalinn hafi undan. Einhvern tímann var álitið að hann ætti að þjóna þjóðinni en ekki hún honum. Stjórnsýslufræðingar hafa frá upphafi mótmælt því að hér sé eitt þjóðarsjúkrahús, enda þótt það sé minna en sjúkrahús nágrannaríkjanna – vegna þess að ein stofnun kemst í kúgunaraðstöðu gagnvart ríkisvaldinu og þar með þjóðinni. Þetta á bæði við faglega eins og nú hefur sýnt sig, en ekki síður fjárhagslega þar sem ekki er hægt að bera saman kostnað við læknisverk milli spítala og komast að því hvað er eðlilegt verð fyrir aðgerðir. Komið hefur fram að Landlæknir hefur varaáætlanir ef gjörgæslan fyllist – það er líka nákvæmlega það sem hann á að gera – bæði eldri sjúkrahús og önnur rými. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun