Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar 3. nóvember 2025 11:31 Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur til að hækka vörugjöld á mótorhjól. Það kann að hljóma saklaust, en í raun hefur það alvarlegar afleiðingar bæði fyrir íslensk fyrirtæki, einstaklinga og þá grein ferðaþjónustunnar sem hefur vaxið hvað hraðast undanfarin ár, mótorhjólaferðamennsku. Í dag starfa nokkur íslensk fyrirtæki við að bjóða upp á slíkar ferðir og leigu á hjólum. Þau borga skatta, tryggingar og standa undir öllum skyldum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Á móti þeim eru hins vegar fleiri erlend fyrirtæki sem halda úti sambærilegum ferðum til Íslands en með sín eigin hjól, flutt inn í gámum eða á flutningabílum. Þau greiða hvorki vörugjöld né virðisaukaskatt til Íslands af hjólunum, njóta lægri trygginga og starfa að mestu utan íslensks regluverks. Er það ósk yfirvalda að hér verði helst mótorhjól með erlendum skráningum sem skila þar með ekki einni einustu krónu til ríkisins? Þegar kílómetragjöld verða tekin upp hér á landi með ólöggildum mælum, munu íslensk fyrirtæki greiða km gjöldin á meðan erlend hjól sleppa líklega alfarið. Þetta mun aðeins styrkja forskot erlendu fyrirtækjanna og veikja stöðu þeirra sem reyna að byggja upp heiðarlegan rekstur hér heima. Ekki má gleyma öllu því fólki sem lifir og hrærist innan um mótorhjól, ferðast á þeim, hefur félagsskap og ánægju af, hvers vegna verður að gera þessu fólki erfiðara fyrir að líta glaðan dag? EES átti að tryggja jafnræði, ekki forskot. Markmið Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var að skapa sameiginlegt atvinnusvæði þar sem fyrirtæki gætu keppt á jafnræðisgrundvelli, óháð landamærum. Ísland er fullgildur þátttakandi í því samstarfi en samt erum við að sjá hið gagnstæða gerast, hér er skattheimta og gjaldtaka orðin svo þung að íslensk fyrirtæki missa tökin í eigin landi, á meðan erlendir aðilar fá forskot. Ætlum við að horfa á erlendu fyrirtækin mala gull á Íslandi, á meðan við erum föst í skattahelvíti? Ungt fólk og íþróttir sitja eftir. Þessu til viðbótar stendur til að fella niður undanþágur frá vörugjöldum á keppnistæki. Það er skref sem mun bitna beint á mótorsporti og ungu fólki sem hefur fundið sig í sportinu. Motocross hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks á Íslandi. Uppbygging brauta víða um land hefur skapað tækifæri fyrir krakka og ungmenni að stunda líkamlega krefjandi og spennandi íþrótt í stað þess til dæmis að hanga heima í tölvunni. Vörugjöld af leikjatölvum og öðrum raftækjum sem og sykurskattur voru afnumin árið 2015. En nú stendur til að hækka vörugjöld af mótorhjólum og fornbílum, hvað af þessu skyldi nú vera verst fyrir samfélagið? En ef jafnræðið er markmiðið, ætti það ekki líka að gilda gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem keppa við erlend fyrirtæki á sama markaði? Það er erfitt að sjá réttlætið í því að hækka gjöld á mótorhjólaíþróttir og þjónustu, á meðan annarsstaðar eru verulegar ívilnanir t.d. heiðurslaun listamanna, afsláttur vörugjalda fyrir bílaleigur og fleira. Tími til að endurskoða forgangsröðina ef stjórnvöld vilja virkilega styðja við íslenskt atvinnulíf, nýsköpun og fólkið í landinu, þá þarf að horfa á heildarmyndina. Það er ekki hægt að tala um jafnræði og samkeppnishæfni á sama tíma og gjöld og kostnaður eru stöðugt hækkuð fyrir þá sem reyna að starfa og sinna áhugamálum á Íslandi. Ísland á ekki að vera land þar sem erlendir aðilar hafa forskot á okkur sem búum og störfum hér. Ekki er hægt að réttlæta eða færa rök fyrir þessum endurteknu skattahækkunum ríkisstjórnarinnar á sama tíma og meðferð á almannafé er glórulaus. Samanber nýleg dæmi ríkislögreglustjóra og nýlegt dæmi utanríkisráðherra sem gaf erlendum hagsmunasamtökum 150 milljónir. Dæmin virðast því miður óteljandi. Það virðist sem svo að það sé alltaf sjálfsagt að loka fjárlögunum með því að hækka skatta, oft tilviljanakennt þar til umbeðin upphæð næst. Í raun ætti að lækka vörugjöld, nokkur létt mótorhjól eru ekki vandamál fyrir samfélagið. Norðmenn afnámu vörugjöld hjá sér af mótorhjólum, hvers vegna þurfum við að hækka þau? Höfundur er eigandi Svartbergs ehf. sem flytur meðal annars inn AJP mótorhjól.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun