Holur hljómur Bolla Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar