Regla í heystakki Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 22. ágúst 2018 06:47 Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Markaðir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar