Regla í heystakki Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 22. ágúst 2018 06:47 Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Markaðir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun