Handbolti

Barcelona vildi fá Ásgeir Örn en félagaskiptin duttu upp fyrir eftir að þjálfarinn var rekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásgeir Örn hefur lagt handboltaskóna á hilluna eftir farsælan 20 ára feril.
Ásgeir Örn hefur lagt handboltaskóna á hilluna eftir farsælan 20 ára feril. vísir/epa

Spænska stórveldið Barcelona hafði mikinn áhuga á að fá Ásgeir Örn Hallgrímsson í sínar raðir þegar hann var ungur og lék með Haukum.

Ásgeir Örn, sem hefur lagt skóna á hilluna, ræddi um áhuga Barcelona í Sportinu í dag og af hverju félagaskiptin urðu ekki að veruleika.

„Þeir sýndu mikinn áhuga og voru klárir. Ég talaði við þá og kíkti á þá. Við vorum með þeim í riðli í Meistaradeildini. Svo var þjálfarinn rekinn og með honum fóru margir stjórnarmenn. Þá fór þetta allt á ís og rann svo hægt út í sandinn,“ sagði Ásgeir Örn.

Hann segist ekki svekkja sig mikið á því að hafa ekki farið til Barcelona en segir að það hefði vissulega verið gaman að spila fyrir þetta risafélag.

„Það hefði verið geggjað að spila fyrir Barcelona en ég hef aldrei horft til baka með mikla eftirsjá,“ sagði Ásgeir Örn sem gekk í raðir Lemgo í Þýskalandi 2005, þá 21 árs.

Innslagið úr Sportinu í dag má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportið í dag - Var nálægt því að fara til Barcelona

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×