Nýr þrívídarskanni auðveldar störf lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2017 19:49 Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira