Nýr þrívídarskanni auðveldar störf lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2017 19:49 Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira