Ferðaþjónustubóndi í Flóanum krefst þess að kjötmjölsverksmiðju verði lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2017 21:36 Ferðaþjónustubóndi í Flóanum hefur fengið sig fullsaddan af óþrifnaði og mengun frá kjötmjölsverksmiðju í sveitinni og krefst þess að henni verði lokað strax. Formaður stjórnar verksmiðjunnar harmar málið og segir unni að því að lagfæra hlutina. Kjötmjölsverksmiðjan er staðsett rétt við Suðurlandsveg í Flóahreppi, rekin af Sorpstöð Suðurlands og sláturleyfishöfum á Suðurlandi. Í henni fer fram endurvinnsla á sláturúrgangi, um fimm þúsund tonn á ári. Bærinn Lambastaðir er nálægt verksmiðjunni en þar er rekin ferðaþjónusta. Ábúendurnir hafa barist lengi gegn verksmiðjunni vegna mengunar og sóðaskaps en en ekki haft erindi sem erfiði.Ekki verið gripið til aðgerðaAlmar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi, hefur í gegnum árin tekið fjölmargar ljósmyndir og vídeómyndbönd í kringum verksmiðjuna. Hann segir að öllum virðist standa á sama um þann óþrifnað og mengun sem frá verksmiðjunni stafar. Margoft hafi hann rætt við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sveitarstjórn Flóahrepps og Umhverfisstofnun, en ekkert gerist. Hann telur að verkefnið sé þess eðlis að Heilbrigðiseftirlit ráði ekki við það. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að loka þessu apparati,“ bætir Almar við. Harmar umgengnina og lofar bót og betrunOrkugerðin ehf. rekur verksmiðjuna en þar er Guðmundur Tryggvi Ólafsson formaður stjórnar. Hann harmar umgengnina í kringum stöðina, segir hann ekki eiga að vera svona, hlutirnir eigi einfaldlega að vera í lagi. Nú þegar hafi verið brugðist við frárennslismálunum og þá verður gufuketill verksmiðjunnar lagaður í næstu viku þannig að svarti reykurinn hverfi. Guðmundur segir verksmiðjuna gegn mikilvægu hlutverki á sviði umhverfismála, annars yrði sláturúrganginum urðað og því ekki hægt að nota afurðina sem áburð við uppgræðslu. Þá segist hann leggja mikla áherslu á að verksmiðjan sé rekin í sátt við heimamenn og nærumhverfið. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Ferðaþjónustubóndi í Flóanum hefur fengið sig fullsaddan af óþrifnaði og mengun frá kjötmjölsverksmiðju í sveitinni og krefst þess að henni verði lokað strax. Formaður stjórnar verksmiðjunnar harmar málið og segir unni að því að lagfæra hlutina. Kjötmjölsverksmiðjan er staðsett rétt við Suðurlandsveg í Flóahreppi, rekin af Sorpstöð Suðurlands og sláturleyfishöfum á Suðurlandi. Í henni fer fram endurvinnsla á sláturúrgangi, um fimm þúsund tonn á ári. Bærinn Lambastaðir er nálægt verksmiðjunni en þar er rekin ferðaþjónusta. Ábúendurnir hafa barist lengi gegn verksmiðjunni vegna mengunar og sóðaskaps en en ekki haft erindi sem erfiði.Ekki verið gripið til aðgerðaAlmar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi, hefur í gegnum árin tekið fjölmargar ljósmyndir og vídeómyndbönd í kringum verksmiðjuna. Hann segir að öllum virðist standa á sama um þann óþrifnað og mengun sem frá verksmiðjunni stafar. Margoft hafi hann rætt við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sveitarstjórn Flóahrepps og Umhverfisstofnun, en ekkert gerist. Hann telur að verkefnið sé þess eðlis að Heilbrigðiseftirlit ráði ekki við það. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að loka þessu apparati,“ bætir Almar við. Harmar umgengnina og lofar bót og betrunOrkugerðin ehf. rekur verksmiðjuna en þar er Guðmundur Tryggvi Ólafsson formaður stjórnar. Hann harmar umgengnina í kringum stöðina, segir hann ekki eiga að vera svona, hlutirnir eigi einfaldlega að vera í lagi. Nú þegar hafi verið brugðist við frárennslismálunum og þá verður gufuketill verksmiðjunnar lagaður í næstu viku þannig að svarti reykurinn hverfi. Guðmundur segir verksmiðjuna gegn mikilvægu hlutverki á sviði umhverfismála, annars yrði sláturúrganginum urðað og því ekki hægt að nota afurðina sem áburð við uppgræðslu. Þá segist hann leggja mikla áherslu á að verksmiðjan sé rekin í sátt við heimamenn og nærumhverfið.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira