Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra Tinna Eik Rakelardóttir skrifar 20. apríl 2020 22:00 Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hafnarfjörður Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu.
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun