Magnaðir átta dagar Elvars: Valinn besti leikmaður deildarinnar og kominn í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 09:00 Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur átt algjörlega geggjaða átta daga í bandarísku háskólakörfunni sem toppaði í gær. Elvar átti enn og aftur stórleik fyrir Barry-háskólann þegar liðið vann Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum úrslitakeppni Sunshine State-deildarinnar en það sem meira er var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Deildin greindi frá því á heimasíðu sinni í gær hverjir eru í úrvalsliðunum og hverjir eru bestu leikmenn hennar og þar trónir íslenski landsliðsmaðurinn á toppnum. Elvar Már leiddi Barry-háskólann til 21 sigurleiks, þar af þrettán innan deildarinnar en liðið tapaði aðeins fimm leikjum. Hann skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf 7,8 stoðsendingarCongrats to Elvar Fridriksson of Barry University on being named SSC Men's Basketball Player of the Year: https://t.co/jIeVCwaQw6 pic.twitter.com/vkfWKPuzXZ— Sunshine State Conf (@D2SSC) March 1, 2017 Þetta er annað árið í röð sem leikmaður Barry er útnefndur besti leikmaður deildarinnar en Elvar er annar leikmaðurinn í sögunni sem verður bæði nýliði ársins og leikmaður ársins í Sunshine State-deildinni. Hann var útnefndur nýliði ársins í fyrra. Elvar Már hélt upp á verðlaunin með enn einu stórleiknum í nótt þegar Barry komst í undanúrslitin. Hann skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í sigrinum á Florida Tech. Barry var átta stigum undir þegar sex og hálf mínúta var eftir en komst yfir með 14-0 spretti. Þessir draumadagar Elvars byrjuðu fyrir rétt rúmri viku síðan þegar hann skoraði 27 stig og gaf tíu stoðsendingar í sigri á Florida Southern en með sigrinum tryggði liðið sér sigur í deildinni. Hann var valinn varnarmaður vikunnar og skoraði svo 37 stig og gaf níu stoðsendingar í lokaumferðinni. Elvar og félagar mæta Palm Beach Atlantic í undanúrslitunum. Körfubolti Tengdar fréttir Frábær vika hjá Elvari varð ennþá betri Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra. 28. febrúar 2017 15:30 Elvar frábær og Barry varð deildarmeistari | Sjáið Elvar fagna í klefanum í nótt Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólaliðinu tryggðu sér í nótt deildarmeistaratitilinn Sunshine State Conference. 23. febrúar 2017 09:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur átt algjörlega geggjaða átta daga í bandarísku háskólakörfunni sem toppaði í gær. Elvar átti enn og aftur stórleik fyrir Barry-háskólann þegar liðið vann Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum úrslitakeppni Sunshine State-deildarinnar en það sem meira er var hann valinn besti leikmaður deildarinnar. Deildin greindi frá því á heimasíðu sinni í gær hverjir eru í úrvalsliðunum og hverjir eru bestu leikmenn hennar og þar trónir íslenski landsliðsmaðurinn á toppnum. Elvar Már leiddi Barry-háskólann til 21 sigurleiks, þar af þrettán innan deildarinnar en liðið tapaði aðeins fimm leikjum. Hann skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf 7,8 stoðsendingarCongrats to Elvar Fridriksson of Barry University on being named SSC Men's Basketball Player of the Year: https://t.co/jIeVCwaQw6 pic.twitter.com/vkfWKPuzXZ— Sunshine State Conf (@D2SSC) March 1, 2017 Þetta er annað árið í röð sem leikmaður Barry er útnefndur besti leikmaður deildarinnar en Elvar er annar leikmaðurinn í sögunni sem verður bæði nýliði ársins og leikmaður ársins í Sunshine State-deildinni. Hann var útnefndur nýliði ársins í fyrra. Elvar Már hélt upp á verðlaunin með enn einu stórleiknum í nótt þegar Barry komst í undanúrslitin. Hann skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í sigrinum á Florida Tech. Barry var átta stigum undir þegar sex og hálf mínúta var eftir en komst yfir með 14-0 spretti. Þessir draumadagar Elvars byrjuðu fyrir rétt rúmri viku síðan þegar hann skoraði 27 stig og gaf tíu stoðsendingar í sigri á Florida Southern en með sigrinum tryggði liðið sér sigur í deildinni. Hann var valinn varnarmaður vikunnar og skoraði svo 37 stig og gaf níu stoðsendingar í lokaumferðinni. Elvar og félagar mæta Palm Beach Atlantic í undanúrslitunum.
Körfubolti Tengdar fréttir Frábær vika hjá Elvari varð ennþá betri Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra. 28. febrúar 2017 15:30 Elvar frábær og Barry varð deildarmeistari | Sjáið Elvar fagna í klefanum í nótt Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólaliðinu tryggðu sér í nótt deildarmeistaratitilinn Sunshine State Conference. 23. febrúar 2017 09:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Frábær vika hjá Elvari varð ennþá betri Er hægt að spila betur en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson gerði með Barry-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku? Það er í það minnsta ekki á færi allra. 28. febrúar 2017 15:30
Elvar frábær og Barry varð deildarmeistari | Sjáið Elvar fagna í klefanum í nótt Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry háskólaliðinu tryggðu sér í nótt deildarmeistaratitilinn Sunshine State Conference. 23. febrúar 2017 09:30