Handbolti

Vignir einnig hættur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir Svavarsson er hættur.
Vignir Svavarsson er hættur. vísir/bára

Vignir Svavarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann hefur þar af leiðandi leikið sinn síðasta handboltaleik. Fyrr í dag tilkynnti samherji Vignis úr landsliðinu og Haukum, Ásgeir Örn Hallgrímsson, að skórnir væru komnir upp í hillu.

Vignir lék allan sinn feril hér heima með Haukum þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari. Hann hélt svo til Danmerkur árið 2005 en í atvinnumennsku lék hann bæði í Þýskalandi og Danmörku.

Það var ekki bara á Íslandi sem Vignir vann bikara því hann varð einnig bikarmeistari með Holstebro í Danmörku en einnig var hann í íslenska landsliðinu sem vann bronsið á EM í Austurríki árið 2010. Vignir lék 234 landsleiki.

„Þó svo að þetta hafi ekki verið endirinn sem ég ætlaði mér, þetta átti að enda með titli þá geng ég sáttur og ánægður frá borði,” sagði Vignir við heimasíðu Hauka.

Haukarnir stefna að því að halda kveðjuleik fyrir þá félaga í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×