Einn leikur fór fram í riðli Íslands í undankeppni EM í handbolta. Tékkar fengu þá Úkraínumenn í heimsókn og fóru með sjö marka sigur af hólmi, 32-25. Jakub Hrstka var markahæstur hjá Tékkum með 7 mörk en hjá Úkraínu var Sadovyi markahæstur með 5 mörk.
Úkraína vann fyrri leik þessara liða en bæði þessi lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki, Makedónía er með fjögur stig eftir þrjá leiki og Ísland tvö stig eftir þrjá leiki. Ísland tekur á móti Makedóníu í Laugardalshöllinni á morgun.
Tékkar unnu Úkraínu í riðli Íslands
Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar

Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn