Matur

Marengskossar Sylvíu Haukdal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sylvía Haukdal. 
Sylvía Haukdal.  Vísir

Ný þáttaröð af Bakað með Sylvíu Haukdal er komin í loftið á Stöð 2 Maraþon. Fyrsta þáttinn má finna í spilaranum hér fyrir neðan en þar sýnir Sylvía hvernig hún gerir fallega marengskossa. Í öðrum þætti kennir hún svo makkarónugerð.

Það þarf aðeins fjögur hráefni í þessa einföldu uppskrift en marengskossarnir eru einstaklega fallegir á veisluborðið og sem skraut á kökur. Það eina sem þú þarft eru eggjahvítur sykur, skraut og svo matarlit að eigin vali ef þú vilt ekki hafa marengsinn hvítan. Aðferðina má sjá í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Vísir/Sylvía Haukdal

Marengskossar

200 g eggjahvítur

400 g sykur

Matarlitur

Sprinkles

Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi. Þættirnir Bakað með Sylvíu Haukdal eru sýndir á Stöð 2 Maraþon.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.