Handbolti

Birna Berg: Vona að deildin verði jafnari og sterkari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birna Berg í leik með Necarsulmer Sport-Union.
Birna Berg í leik með Necarsulmer Sport-Union. Vísir/Glasverket

Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið í atvinnumennsku í handbolta síðustu sjö ár en snýr nú aftur heim í Olís deildina á næsta tímabili.

Birna hefur skrifað undir samning við ÍBV næstu tvö árin en þetta var tilkynnt í vikunni.

„Ég er að vona að deildin verði jafnari og sterkari á næsta ári. Það er líka skemmtilegra ef allir leikir skipta máli og allir leikir eru jafnir,“ sagði Birna í Sportpakka kvöldsins.

„Það verða meiri gæði og meri harka í deildinni þegar það eru fleiri góð lið.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FH-ingurinn leikur í Eyjum því hún lék með ÍBV í Pepsi-deild kvenna í fótbolta sumarið 2011.

„Ég átti ótrúlega gott sumar þar 2011 með ÍBV og einhvernveginn síðan þá hef ég átt svo góðar minningar þaðan og ég hef hitt svo mikið af frábæru fólki þaðan.“

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.

Klippa: Landliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir snýr nú aftur heim í Olís deildina


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.