Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 18:00 Hlynur Bæringsson og Ágúst Angantýsson lyfta bikarmeistaratitlinum fyrr í vetur. Vísir/Daníel Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Stjörnumenn hafa stofnað viðburð um miðjan næsta mánuð undir heitinu: Sláum „aðsóknarmetið“ en þetta er styrktarleikur körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Stjarnan er deildarmeistari annað árið í röð og vann einnig bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Garðbæingar hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar og þurft að bíða í eitt ár í viðbót til að breyta því. Það er ljóst á öllu að félög eru að reyna að hugsa út fyrir kassann og það má sjá á þessari sniðugu hugmynd Stjörnumanna. Nú er bara að sjá hvernig stuðningsmenn liðsins taka í þetta. „15. apríl næstkomandi ætlar meistaraflokkur karla í körfubolta, með ykkar hjálp, að slá „aðsóknarmetið“ í Mathús Garðabæjarhöllinni. Þetta verður „leikur“ sem ekki fer fram til styrktar deildinni og því öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir í kynningu á viðburðinum inn á Tix.is. Stjörnuliðið ætlaði sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár en það verður ekkert að henni vegna kórónuveirunnar. Þetta þýðir eins og hjá öðrum félögum að Stjarnan hefur orðið fyrir miklum tekjumissi. „Það var alla farið að hlakka til úrslitakeppninnar sem verður svo ekki. Það hefur gífurleg áhrif á fjárhag deildarinnar enda er úrslitakeppnin langstærsta tekjulind ársins. Þetta leggst sérstaklega þungt á gjaldkerann og þessi „leikur“ er ekki síst fyrir hann,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum. Stjörnumenn stefna á að selja meira en fimmtán hundruð miða á leikinn en það hefur bara einu sinni gerst að fimmtán hundruð mann hafi komið á körfuboltaleik í Ásgarði og það var leikur fjögur í lokaúrslitum á móti Grindavík vorið 2013. „Þetta met ætlum við að slá með ykkar hjálp. Það var geggjað gaman, frábær mæting og sturluð stemming í vetur og okkur langar að upplifa það aftur á næsta tímabili en til þess þá þurfum við ykkar hjálp. Athugið að með því að kaupa hér miða ertu eingöngu að kaupa til að styrkja - þú færð ekki aðgöngumiða á neinn viðburð,“ segir í fyrrnefndri kynningu á viðburðinum.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira