Handbolti

Aron og samherjar lækka um 70% í launum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar þurfa að taka á sig launalækkun.
Aron og félagar þurfa að taka á sig launalækkun. vísir/getty

Laun Arons Pálmarssonar og annarra leikmanna Barcelona verða lækkuð verulega vegna kórónuveirufaraldursins.

Tekjur Barcelona hafa dregist saman vegna faraldursins og því hefur félagið brugðið á það ráð að lækka laun leikmanna um 70%.

Leikmenn fótboltaliðs Barcelona tóku ekki vel í þetta og forseti félagsins, Josep Maria Bartomeu, vinnur nú að því að ná samkomulagi við þá. Talað er um að leikmenn fótboltaliðsins þurfi ekki að taka á mig meira en 50% launalækkun.

Kórónuveiran hefur leikið Spán afar grátt. Yfir 4000 manns hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist eftir að hafa sýkst af veirunni.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög

Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434.

Ástandið að verða alvarlegra á Spáni

Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×