Handbolti

Aron og samherjar lækka um 70% í launum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar þurfa að taka á sig launalækkun.
Aron og félagar þurfa að taka á sig launalækkun. vísir/getty

Laun Arons Pálmarssonar og annarra leikmanna Barcelona verða lækkuð verulega vegna kórónuveirufaraldursins.

Tekjur Barcelona hafa dregist saman vegna faraldursins og því hefur félagið brugðið á það ráð að lækka laun leikmanna um 70%.

Leikmenn fótboltaliðs Barcelona tóku ekki vel í þetta og forseti félagsins, Josep Maria Bartomeu, vinnur nú að því að ná samkomulagi við þá. Talað er um að leikmenn fótboltaliðsins þurfi ekki að taka á mig meira en 50% launalækkun.

Kórónuveiran hefur leikið Spán afar grátt. Yfir 4000 manns hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látist eftir að hafa sýkst af veirunni.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög

Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434.

Ástandið að verða alvarlegra á Spáni

Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.