Viðskipti innlent

Vilhjálmur greinir frá hópuppsögn á Akranesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strompur sementsverksmiðjunnar var sprengdur niður á Akranesi í fyrra.
Strompur sementsverksmiðjunnar var sprengdur niður á Akranesi í fyrra. Vísir/Vilhelm

43 starfsmönnum hjá Skaganum 3X var sagt upp störfum í dag. Vilhálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi, greinir frá þessum tíðindum og segir ástæðuna samdrátt.

Skaginn 3X samanstendur af hátæknifyrirtækinu Skaganum, 3X Technology og Þorgeiri & Ellert.

„Ég fékk þau döpru tíðindi áðan að fyrirtækin Skaginn 3x og Þorgeir&Ellert hafi tilkynnt uppsagnir í dag til 43 starfsmanna hér á Akranesi vegna samdráttar. Það þarf ekkert að fjölyrða um að ástandið á vinnumarkaðnum mun verða gríðarlega erfitt vegna Covid 19 og þess mikla efnahagssamdráttar sem af veirunni hlýst,“ segir Vilhjálmur.

Í Fréttablaðinu í fyrrasumar kom fram að Skaginn 3X  væri með um 300 starfsmenn. Þar af störfuðu um 200 á Akranesi, um 70 á Ísafirði en aðrir væru í Reykjavík. 

Segja má að um enn eitt áfallið í atvinnulífinu á Akranesi sé að ræða. Margt fólk hefur misst vinnuna í fiskvinnslu á Skaganum undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
9
11.342
REGINN
-3,33
9
137.149
REITIR
-2,99
14
108.352
ICESEA
-2,57
8
11.808
ICEAIR
-2,5
35
11.966
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.