Viðskipti innlent

Skaginn hagnast um 400 milljónir

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ingólfur Árnason, eigandi Skagans
Ingólfur Árnason, eigandi Skagans FBL/Sigtryggur

Hátæknifyrirtækið Skaginn, sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017.

Tekjur Skagans námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára. Skaginn er hluti af samstæðunni Skaginn 3X ásamt 3X Technology, og Þorgeir & Ellert. Eigendur samstæðunnar eru Ingólfur Árnason, stofnandi Skagans, og eiginkona hans en Ingólfur sagði í viðtali við Markaðinn í sumar að samanlagðar tekjur yrðu tíu milljarðar króna á þessu ári.

Skaginn 3X er með um 300 starfsmenn. Þar af starfa um 200 á Akranesi, um 70 á Ísafirði en aðrir eru í Reykjavík. Stjórn Skagans hefur lagt til að á þessu ári verði allt að 390 milljónir króna greiddar í arð til hluthafa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.