Mikilvægi tengsla og trausts Margrét Lúthersdóttir skrifar 26. mars 2020 09:00 Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus?
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar