Hver er staða ferðaþjónustunnar? Friðrik Árnason skrifar 19. apríl 2020 10:30 Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mikið er talað um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi í dag og þá sérstaklega í samhengi við þá stöðu sem upp er kominn í heiminum út af Covid 19. Ferðamenn hafa hreinlega horfið af landinu og eftir sitja tekjulaus fyrirtæki sem áfram eru með fastan kostnað sem þarf að greiða. Það er erfitt að greiða reikninga þegar engar eru tekjurnar, það er erfitt að greiða út laun þegar engar eru tekjurnar, það segir sig sjálft. Mörg fyrirtæki hafa brugðið á það ráð að færa starfshlutfall starfsfólks niður í 25% og ríkið leggur svo til á móti en þetta er gert til að halda ráðningarsambandi við fólkið. En það er erfitt að greiða þessi 25% á meðan engar eru tekjurnar, eða hvað ? Það er líka dýrt að segja fólkinu upp þar sem þá þarf að greiða uppsagnarfrest. Ríkið hefur einnig komið til móts við gististaðina með því að fella niður gistináttagjald sem ferðaþjónustan er ánægð með en engu að síður er gjaldið neytendaskattur og á meðan engar eru tekjurnar þá er heldur ekkert gistináttagjald. Þegar þessi aðgerð kom fram þá óraði engum fyrir því hversu alvarlegt ástandið ætti eftir að verða. Fyrirtækin í ferðaþjónustu Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu er lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu einstaklinga og fjölskyldna um allt land. Fyrirtæki sem eru byggð upp fyrir eigið fé og mikla vinnu sem hefur tekið langan tíma að skila sér til baka. Fyrirtæki þar sem eigendurnir sitja oft lengi á hakanum varðandi launagreiðslur. Fyrirtæki þar sem eigendurnir hafa þurft að veðsetja heimili sín til að byggja upp ferðaþjónustuna. Hvert fór hagnaður undanfarinna ára og hvar er arðurinn?Afhverju eru fyrirtæki ekki undir það búin að taka svona samdrátt á sig? Ég tel mig vera að tala fyrir hönd margra kollega minna þegar ég set þetta niður á blað en hagnaður í greininni er ekkert mikill og í raun frekar lítill. Undanfarin ár hefur verið mikill og hraður vöxtur í komu ferðamanna til Íslands og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging í ferðaþjónustu, uppbygging sem kostað hefur mikla peninga. Í öllum fyritækjarekstri byrjar maður á að borga opinber gjöld, svo greiðir maður laun og endar á að borga skuldir og ef eitthvað er eftir þá getur maður nýtt það fyrir sig. En það er bara ekkert alltaf sem eitthvað er eftir. Ferðaþjónusta er mannaflsfrek atvinnugrein og það vita allir að launakostnaður á Íslandi er hár. Aukin umsvif hafa kostað mikla fjárfestingu í auknu starfsfólki og frekari fjárfestingu í innviðum fyrirtækja. Það eru alltof margir sem líta sem svo á að bein tenging sé á milli aukins fjölda ferðamanna og aukins hagnaðar. Ég hef rekið fyrirtæki í ferðaþjónustu frá árinu 1991 en á Breiðdalsvík síðan 2009 en á þeim tíma hef ég aldrei getað greitt út arð né tekið pening úr rekstrinum. Sá litli hagnaður sem hefur komið í gegnum árin hefur farið í reksturinn og í uppbyggingu á svæðinu, heimafólki og ferðamönnum til hagsbóta. Það ástand sem hefur skapast núna er ekkert venjulegt ástand og eitthvað sem ekki er hægt að undirbúa sig undir. Þetta er ekki venjuleg niðursveifla heldur er þetta algjört frost, eitthvað sem enginn er undirbúinn undir né eitthvað sem hægt er að sjá fyrir, skiptir í raun engu hvort fyrirtæki séu vel rekin eða ekki. Öll fyrirtæki eru í vandræðum þegar tekjur eru engar. Mitt fyrirtæki hefur verið að endurgreiða mikið af bókunum sem gerir fyrirtækinu mjög erfitt fyrir, ekki nóg með að vera tekjulaus þá á sama tíma er verið að greiða til baka þær litlu tekjur sem voru komnar inn á þessu ári. Það er ekki hægt að miða alla ferðaþjónustu á Íslandi við fá stórfyrirtæki sem gefur mjög ranga mynd af stöðunni í greininni. Raunveruleikinn á landsbyggðinni er allt annar Í venjulegu árferði er raunveruleikinn víðast hvar á landsbyggðinni allt annar en á suðvesturhorni landsins og á suðurlandi. Árstíðarsveiflurnar eru miklu meiri þar sem ferðamenn koma aðalega frá vori fram á haust. Ég er er ansi smeykur miðað við ástandið núna og útlitið framundan að sumarið verði ekki gott hjá okkur en sumarið er okkar aðal tekjulind, svona eins og flugeldasalan er fyrir Björgunarsveitirnar og loðnuvertíð er fyrir útgerðarfyrirtækin. Þetta er vertíð sem má ekki klikka. Höfundur er eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar