Viðskipti innlent

World Class lokað og kortin fryst á meðan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlaupabrettin munu standa ónotuð næstu vikurnar. World Class mun ekki lána búnað til viðskiptavina sinna.
Hlaupabrettin munu standa ónotuð næstu vikurnar. World Class mun ekki lána búnað til viðskiptavina sinna. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar World Class greina frá því að frá og með morgundeginum verði allar stöðvar fyrirtækisins lokaðar. Tímabilinu sem er lokað verður bætt sjálfkrafa aftan við áskriftir og kort viðskiptavina stöðvarinnar.

Í tilkynningu frá World Class kemur fram að lokunin sé að tilskipun frá heilbrigðisráðherra. Frá og með miðnætti í kvöld er tekið í gildi samkomubann sem tekur til fleiri en tuttugu manns.

„Við tökum fram að á meðan stöðvarnar eru lokaðar verða engar undanþágur veittar til æfinga og að sama skapi mun World Class hvorki leigja út né lána búnað.

Tímabilið meðan lokað er verður notað í viðhald og endurbætur,“ segir í tilkynningunni.

World Class gerir ráð fyrir að opna stöðvar sínar aftur þann 14. apríl, þ.e. miðað við það 30 daga samkomubann sem er nú í gangi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.