Borgaraleg skyldustörf Lárus S. Lárusson skrifar 22. mars 2020 12:01 Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Á dögunum var kynnt ný reglugerð dómsmálaráðherra um borgaralegar starfsskyldur. Reglugerðin fjallar um skyldur til að gegna borgaralegri þjónustu á neyðartímum og hættustund og með hvaða hætti borgarar landsins verða kvaddir til slíkra starfa. Um tvenns konar kvaðningu er að ræða. Annars vegar almenna borgaralega skyldu til starfa við almannavarnir á hættustundu og hins vegar tilkvaðningu hvers fulltíðar manns sem tiltækur er til tafarlausrar aðstoðar þegar hætta vofir yfir. Eins og ráða má af orðalagi laganna þá á síðarnefnda tilvikið við þegar bregðast þarf við yfirvofandi hættu tafarlaust og er þá hægt að kalla til alla tiltæka menn. Slík tilkvaðning er ekki kæranleg til æðra stjórnvalds enda liggur í hlutarins eðli að um sé að ræða örþrifaráð gegn bráðri og yfirvofandi hættu. Í fyrra tilvikinu er gert ráð fyrir meiri undirbúningi og formfastari stjórnvaldsákvörðun enda er hægt að bera hana undir ráðherra til endurskoðunar. Reglur almannavarnalaga um borgaralegar starfsskyldur eru að mestu óbreyttar frá eldri lögum nr. 94/1962 um almannavarnir, sem leystu af hólmi lög um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðaraðgerðum nr. 52 frá 27. júní 1941. Af lestri umsagna um þessar lagareglur í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sem Alþingi samþykkti á 83. löggjafarþingi sínu árið 1962 er ljóst að reglurnar gera ráð fyrir því að allt hjálparstarf eigi fyrst og fremst að byggja á framlagi sjálfboðarliða. Dugi það ekki til sé rétt að hafa í gildi reglur sem heimili stjórnvöldum að kveða fólk til borgaralegra skyldustarfa. Samkvæmt 1. mgr. 19. gr almannavarnalaga eru borgarlega skyldustörf án endurgjald. Þetta þýðir að sá sem gegnir slíku starfi fær ekki laun fyrir. Í 3. mgr. 21. gr. laganna kemu fram að einstaklingur sem kvaddur hefur verið til starfa í almannaþágu eigi rétt á bótum fyrir tjón sem hann verður fyrir á námskeiði eða æfingu. Lögin kveða aftur á móti ekki á um aðrar skyldur eða réttindi sem geta stafað af rækslu starfans. Til að mynda er ekki fjallað um skaðabótaábyrgð í tengslum við borgaraleg skyldustörf, umfram námskeið eða æfingar, eða bótaábyrgð vegna annars konar tjóns, s.s. tekjumissis þess aðila sem kvaddur er til borgaralegra skyldustarfa. Ætla verður að almennar reglur bótaréttarins gildi um þessi álitamál og kemur þá helst til skoðunar að ríkið beri ábyrgð á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar eða húsbóndaábyrgðar. Í því samhengi verður að horfa til þess að um kvaðningu hafi verið að ræða til þeirra starfa sem ollið hafa tjóni og að viðkomandi hafi lotið boðvaldið hins opinbera, í þessu tilviki lögreglustjóra skv. lögunum. Þótt ljóst sé af þessu að skaðabótaábyrgð hvíli hjá ríkinu vegna líkamstjóns sem kann að verða í tengslum við borgaraleg skyldustörf, að öðrum skilyrðum skaðabótaréttarins uppfylltum, þá er ekki eins skýrt hvernig ábyrgð er háttað vegna fjártjóns. Almennt hefur verið talið að ábyrgð hins opinberra á fjártóni sé takmörkuð í tengslum við eftirlitshlutverk og störf sem innt er af hendi í almannaþágu. Er þá litið til þess að tilgangur starfsins sé að tryggja öryggi almennings en ekki einstaka hagsmuni. Í lögunum og reglugerð dómsmálaráðherra er að finna ýmis boð og bönn, s.s. bann við því að tálma að maður gegni borgarlegu skyldustarfi eða bann við því að yfirgefa lögsagnarumdæmi. Þetta kemur spánst fyrir sjónir á litla Íslandi þar sem fjarlægðir eru ekki ýkja miklar og oft stutt á milli umdæma. Þessu tengdu vekur athygli að kvaðning nær til þeirra sem dvelja í lögsagnarumdæmi en er ekki tengd lögheimili. Þannig væri hægt að kveða fjölda námsmanna til skyldustarfa á höfuðborgarsvæðinu, fjarri þeirra raunverulega heimili. Þessum einstaklingum væri einnig óheimilt að heimsækja fjölskyldur sínar meðan á starfinu stæði. Sama hlýtur að gilda um erlenda einstaklinga sem dvelja hér á landi. Þrátt fyrir ströng lagaboð þá er ekki að finna viðurlög við brot á þeim í lögunum. Slíka skýra refsiheimild er hvorki að finna í almannavarnalögunum sjálfum né almennum hegningarlögum. Því er vandséð hvaða afleiðingar það kynni að hafa að neita að verða við kvaðningu til borgaralegra skyldustarfa. Mögulega væri hægt að heimfæra það undir brot gegn valdstjórninni en lagaheimildin að mínum dómi fullnægir ekki skýrleikaáskilnaði refsiréttarins. Það er margt athyglisvert í þessum lagareglum sem þarfnast frekari skýringar á og margt sem kemur okkur spánst fyrir sjónir. Vonandi kemur aldrei til þess að á þessar reglur reyni í framkvæmd og þær þjóni ekki öðru hlutverki en vera lögspekingum til hugarleikfimi. Höfundur er lögmaður
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun