Hvers virði erum við? Dröfn Vilhjálmsdóttir skrifar 21. mars 2020 19:30 Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun