Hvers virði erum við? Dröfn Vilhjálmsdóttir skrifar 21. mars 2020 19:30 Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun