Hvers virði erum við? Dröfn Vilhjálmsdóttir skrifar 21. mars 2020 19:30 Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mér líður dálítið eins og að jörðin hafi verið að senda okkur öll inn í herbergi og skellt hurðinni reiðilega á eftir okkur með orðunum; “verið hér í nokkra mánuði og hugsið nú um hvað þið hafið gert ... og skammist ykkar!” “Hvar værum við öll án almannavarna, heilbrigðisþjónustunnar, skólanna og lögreglunnar?” spurði Katrín Jakobsdóttir rétt áðan í ávarpi til þjóðarinnar. Nú þegar við stöndum berskjölduð gagnvart sameiginlegri vá sem ógnar heilsu allra í heiminum, burtséð frá stétt og stöðu, þá hafa þjóðirnar skilgreint lykilmanneskjur þjóðfélaga sinna. Þetta eru heilbrigðisstarfsmenn, þeir sem starfa með börnunum, lögreglan, almannavarnir, þeir sem starfa við þrif auk starfsfólks í matvöruverslunum og í matvælaframleiðslu. Þannig að raunverulegu lykilmanneskjurnar eru til dæmis hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið samningslausir í eitt ár. Það eru kennararnir og leikskólakennararnir á lágum launum sem starfa í afar fjársveltu umhverfi skólanna. Það eru starfsmennirnir á elliheimilunum sem eru á lágmarkslaunum. Þetta fólk mætir núna til vinnu og tekur að sér yfirvinnu til þess að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi samtímis sem það stofnar eigin heilsu og heilsu fjölskyldu sinnar í hættu. Í ofanálag setur þjóðfélagið á það kröfu um að sýna ábyrgð og halda sér í sóttkví á frítíma sínum til þess að vernda skjólstæðinga sína. Á meðan er lykilstarfsfólk til dæmis fjármálageirans og annað hálaunafólk innan einkageirans sent heim í sófann í fjarvinnu. Rúmlega sjötugur faðir minn, langt leiddur af Alzheimer, dvelur á hjúkrunarheimili. Við fjölskyldan förum venjulega til hans hvern einasta dag og tökum mikinn þátt í umönnun hans. Nú höfum við ekki fengið að hitta hann í 15 daga. Við reiðum okkur fullkomlega á starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu sem starfar venjulega við mjög þungar aðstæður, undirmönnun og álag. Núna hefur álagið á það aukist gríðarlega en það starfar þó enn fyrir lægstu launin í þjóðfélaginu. Efnahagskerfið í heiminum er þannig í dag að golfkúla er metin sem verðmæti en það að hugsa um Alzheimer sjúkling, taka á móti barni, hamingja, sjálfsþekking, tilfinningagreind, heilsa, vellíðan, heilnæmt umhverfi, umönnun og kennsla er metið verðlaust í efnahagslegu samhengi. Munum við koma út úr herbergjunum eftir að þessum stormi linnir með breytt gildismat? Ég vona að þessi heimsfaraldur geti leitt til þess við umbyltum forgangsröðuninni og áttum okkur á því hvar hin raunverulegu verðmæti liggja. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun