Skoðun

Fjöl­breyttir nem­endur - fjöl­breytt náms­mat

Arnaldur Starri Stefánsson skrifar

Háskóli Íslands er nokkuð mögnuð stofnun. Samkvæmt tölum frá árinu 2018 voru nemendur við skólann rúmlega 12.000 talsins. Meðal þessara rúmlegu 12.000 nemenda eru manneskjur úr mismunandi áttum og með mismunandi styrkleika. En það er ekki bara nemendahópurinn sem er fjölbreyttur, heldur eru námsleiðirnar það líka. Við háskólann getur þú farið í djáknanám, viðskiptafræði, numið sjúkraþjálfun, já eða lært fornleifafræði! Það er því temmilega ljóst að fjölbreytileiki ætti að setja mark sitt á öll svið skólans - en því miður er raunin önnur.

Viðurkenningu fjölbreytileikans skortir víða innan HÍ en hann kristallast oft á tíðum í ósveigjanleika meðal stjórnenda skólans. Þessi ósveigjanleiki einkennir til að mynda oft námsmat innan deilda skólans. Raunin er sú að það hentar alls ekki öllum að taka stór lokapróf. Það hentar heldur ekki öllum að taka þátt í hópverkefnum eða öðrum álíka verkefnum. Lykilinn að sanngjörnu námsmati er að hafa fjölbreytta styrkleika og mismunandi aðstæður nemenda að leiðarljósi og gefa nemendum kost á að velja það námsmatsfyrirkomulag sem þeim hentar. Með breyttu og bættu námsmati blómstra nemendur og háskólinn í heild sinni.

Ef námsmat endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem finna má innan veggja skólans er ekki von á öðru en að sá hópur sem lýkur námi sé einsleitur. Þetta er því ekki bara vandamál fyrir þá nemendur sem ekki ljúka námi, heldur fyrir samfélagið í heild sinni.

Fjölbreyttara námsmat er liður í því að tryggja jafnrétti allra til náms óháð aðstæðum, sem er málefni sem okkur í Röskvu er einstaklega annt um. Í stefnu sinni leggur Röskva m.a. áherslu á að nútímavæða kennsluhætti, til dæmis með notkun opinna netnámskeiða, vendikennslu og upptöku á fyrirlestrum, en þar að auki vill Röskva að háskólinn skoði nýjar leiðir í námsmati til dæmis með notkun rafrænna skila og rafræns prófakerfis í auknu mæli. Fjölbreytileiki er eitt af því sem gerir Háskóla Íslands jafn einstakan og raun ber vitni - það er því afskaplega mikilvægt að hlúa að honum, en ekki standa í vegi fyrir honum.

Höfundur er oddviti lista Röskvu á félagsvísindasviði.



Diverse students - diverse assessment

The University of Iceland is an amazing institution. According to numbers from the year 2018 students at the university were around 12,000, including approx. 1500 international students from more than 90 different countries. Among those 12,000 students are people from different backgrounds with different strengths. But it is not just the student population that is diverse, the degrees offered are too. At the university you can go into deacon education, business, studied physical therapy or even archaeology! It’s certainly clear that diversity should affect all schools of the university - but unfortunately reality is quite different.

The lack of visibility of this diversity that should define UI is widely spread but it is often exemplified in the rigidity of the university's management. The reality is that huge final exams don’t suit everybody. It also doesn’t suit everybody to take part in group projects or other similar projects. The key to fair assessments is to use the diverse strengths and different backgrounds of students as a guiding light and give students a chance to pick the assessment system that suits them. With changed and improved assessment students will thrive as will the university as a whole.

If the educational assessment doesn’t reflect the diversity that can be found within the walls of the university then the graduating group of students will be rather homogeneous. Thus this is not just a problem for those that don’t finish studying but for the society as a whole. Diverse assessment is a part of ensuring the right of everybody to education regardless of their background which is an issue that we in Röskva care a great deal about. In the policy Röskva places an emphasis on modernizing teaching methods, for example by offering open online courses, flipped classrooms and recorded lectures. Additionally Röskva wants the university to consider new ways of assessment for example by increasing the use of online turn-ins and electronic exams Diversity is one of the things that makes the University of Iceland as special as it truly is - it is therefore incredibly important to foster it, not stand in it’s way.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×