Formúla 1

Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Það verður bið á því að Lewis Hamilton fái tækifæri til að tak atappann úr kampavínsflösku til að fagna sigri í formúlukappakstri.
Það verður bið á því að Lewis Hamilton fái tækifæri til að tak atappann úr kampavínsflösku til að fagna sigri í formúlukappakstri. VÍSIR/GETTY

Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum.

Áður hafði verið ákveðið að fresta keppnum í Ástralíu, Barein, Víetnam og Kína vegna kórónuveirufaraldursins.

Samkvæmt FIA er áætlað að keppnistímabilið hefjist um leið og það er öruggt, eftir maí. Vonir standa til þess að hægt verði að keppa í Hollandi og á Spáni síðar á árinu en ekki var mögulegt að færa til Mónakókappaksturinn.


Tengdar fréttir

Ferrari stöðvar framleiðslu

Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.