Ferrari stöðvar framleiðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:15 Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúlu 1 bílum sínum. Chris Putnam/Barcroft Media/Getty Images Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira