Golf

PGA-mótaröðin fer aftur af stað í júní

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rory McIlroy er á toppi PGA-mótaraðarinnar sem stendur.
Rory McIlroy er á toppi PGA-mótaraðarinnar sem stendur. EPA-EFE/TANNEN MAURY

Stefnt er að því að PGA-mótaröðin í golfi fari aftur af stað þann 11. júní samkvæmt fréttatilkynningu frá sambandinu. Þá mun Charles Schwab Challenge mótið í Texas fara fram.

Upprunalega átti að hefja leik aftur þann 18. maí en nú virðist sem því hafi verið flýtt fram um viku. PGA-mótaröðin mun að þessu sinni samanstanda af 36 mótum í stað 48 eins og venja er.

Stóru mótin hafa þó verið færð en PGA-meistaramótið fer fram í ágúst, Opna bandaríska meistaramótið fer fram í september og Masters fer fram í nóvember.

Þá hefur Opna breska meistaramótinu ásamt því kanadíska verið frestað. Sú frestun ásamt frestun Ólympíuleikanna gerði skipuleggjendum PGA-mótaraðarinnar mögulegt að raða mótinu upp með þessum hætti.

Sem stendur er Norður-Írinn Rory McIlroy á topppi mótaraðarinnar. Þar á eftir koma Jon Rahm, Brooks Koepka og Justin Thomas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×