Slorið á tímum Coronavírussins Arnar Atlason skrifar 17. mars 2020 15:30 Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að flækja það sem ég þarf að segja. Við lifum á viðsjárverðum tímum, stöndum frammi fyrir einni stærstu efnahagslegu ógn sem að okkur hefur steðjað lengi. Ég legg áherslu á að hún er efnahagsleg. Hér á landi er ferðamannaiðnaðurinn við að hrynja, hvort það er til lengri eða skemmri tíma er of snemmt að segja. Hvað stendur þá eftir? Jú það er ekki síst græna gullið, þorskurinn og allar hinar tegundirnar sem synda í sjónum í kringum landið. Slorið er það sem við á Íslandi nennum ekki að tala um nema helst þegar við þurfum að pirra okkur á einhverjum ofsaríkum. En staðreyndin er sú að þegar efnahagsáföll ríða yfir og heilu greinarnar hrynja, fyrst bankakerfi og svo ferðaþjónusta, er það slorið sem stendur eftir sem efnahagsleg undirstaða. En erum við að fá það út úr þessari grundvallaratvinnugrein sem við getum? Á síðasta ári fluttum við út rúmlega 50 þúsund tonn af óunnum fiski. Ég hef bent á það áður í greinaskrifum mínum að það eru um það bil 5000 störf. Megnið af þessum fiski er aldrei boðið til sölu hér á Íslandi heldur ákveður handhafi veiðiheimildanna að hann muni hagnast meira á því að selja hann erlendis. Oft selur hann svo sjálfum sér aflann erlendis, það er staðreynd. Heiðrún Lind þú mátt hætta að biðja um dæmi þess, það er búið að nefna svo mörg. Þessa virðiskeðju verður að slíta í sundur ef við ætlum að auka virði afla okkar hér innanlands og um leið auka skatttekjur okkar af auðlindinni. Fordæmalausar aðstæður öskra á breytingar. Fyrir örfáum árum bar vörumerkið Ísland af við sölu á sjávarafurðum. Þessu forskoti höfum við tapað. Á mörkuðum okkar í Bretlandi til að mynda er nú norskur fiskur auglýstur dýrari en sá íslenski. Norðmenn hafa náð að markaðssetja vörumerkið „Skrei“ með frábærum árangri. Þeir hafa nýtt sér reynslu og þekkingu úr markaðssetningu og sölu lax í heiminum og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hvað gerum við ? Við höfum leyft handhöfum veiðiheimildanna að komast upp með það aftur og aftur að tala um mikilvægi þess að þeir haldi á allri virðiskeðjunni; veiðum, vinnslu, markaðssetningu og sölu. Þetta hafa þeir getað gert nánast gagnrýnislaust. Fjárfesting á undanförnum árum í markaðssetningu íslenskra sjávarafurða er nánast engin ef rýnt er með gagnrýnum augum. Við verðum að snúa vörn í sókn, fjárfesting í markaðssetningu er hverrar krónu virði. Kerfið okkar er aftur á móti þannig uppbyggt að handhafar veiðiheimildanna hafa ekki hag af fjárfestingu í markaðssetningu. Það er þeim mun mikilvægara í mörgum tilfellum að minnka virði afurðanna. Það er staðreynd sem ein og sér ætti að nægja til ákvörðunar um kollvörpun á kerfinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (áður LÍÚ) hafa byrjað samtal við þjóðina um sjávarútveg. Samtalið er reyndar svo kostulegt að ég hvet hvern, sem skoða vill, til að horfa á það á netinu gagnrýnum augum. Best er að setja það í samhengi við það ef einstaklingur hefur komið sér í ónáð við einhvern, eða gert á hlut hans. Nú ákveður sá í ónáðinni að eiga samtal við þá sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann setur reglurnar og til að samtalið sé gott fær hann að tala lengi. Fulltrúar þeirra sem urðu fyrir barðinu á honum fá svo að koma sínum skoðunum á framfæri en hafa einungis eina mínútu til þess. Þetta er lykill að fullkomnu samtali fyrir þann sem í ónáðinni er, ekki satt? Tímasetningin segir jafnframt meira en mörg orð. Hvað er langt síðan Kveiks-þátturinn um Samherjaskjölin var sýndur, voruð þið búin að gleyma honum? Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun