Falsfréttin um Ráðhús Árborgar Tómas Ellert Tómasson skrifar 17. mars 2020 13:30 Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar