Körfubolti

Braut blað í sögu NBA-deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Becky Hammon kemur skilaboðum áleiðis í leik Spurs og Lakers.
Becky Hammon kemur skilaboðum áleiðis í leik Spurs og Lakers. Ronald Cortes/Getty Images

Leikur San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers var merkilegur fyrir margar sakir. Þó Lakers hafi unnið leikinn og afmælisbarnið LeBron James stolið fyrirsögnunum þá skráði Becky Hammon sig í sögubækur NBA-deildarinnar.

Becky Hammon er er aðstoðarþjálfari Spurs en hún varð fyrsta konan til að stýra liði í NBA-deildinni er Greg Popovich – aðalþjálfara liðsins – var vísað af velli vegna mótmæla í leik næturinnar.

Hammon hefur verið í þjálfarateymi Spurs frá 2014 og fékk þarna loks tækifæri sem aðalþjálfari liðsins. Henni tókst þó ekki að snúa leiknum við en Lakers vann leikinn með 14 stiga mun, 121-107.

Afmælisbarnið LeBron James hrósaði Hammon að leik loknum.

„Það var frábært að heyra í henni kalla leiðbeiningar inn á völlinn og stýra leikmönnum. Ég óska henni innilega til hamingju sem og deildinni yfir höfuð, sagði LeBron að leik loknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×