Vildarvinir, jólagjafir og spilling Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2020 08:31 Nú um jólin fengu eflaust margir ágætis jólagjafir. Flestir hafa þó fengið hóflegri gjafir en ríkisstjórnin og ákveðnir borgarfulltrúar hafa verið að láta sig dreyma um að gefa, því til stendur að hækka frítekjumark fjármagnstekna en einnig hefur aftur verið kastað fram hugmyndinni að selja Gagnaveituna og fjármálaráðherra hefur sagst vera jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka. Fjármálaráðherrann er að vísu sennilega með hugann annarstaðar þessa stundina eftir að hafa alveg óvart endað í fjölmennu partíi og gleymt Covid faraldrinum, svona eins og vill gerast þegar maður er á leiðinni heim oft á tíðum. En það er þó mikilvægt að á sama tíma og að við hin fordæmum athæfi ráðherrans, sem og ríkisstjórnarinnar fyrir að samþykkja slíka hegðun með aðgerðarleysi sínu, að við gleymum ekki öðrum alvarlegum málum. Svo við snúum nú sjónum að jólagjöfunum. Ég er ekki svo gamall að ég muni mikið eftir umræðunum í kringum þær miklu einkavæðingar sem ríkið fór í frá 1990 til lauslega eftir aldamótin. Raunar man ég hreinlega ekki eftir að hafa heyrt af einkavæðingu ríkiseigna sem hafa verið með eindæmum farsælar, þar sem almenningur hefur án nokkurs vafa verið betur settur eftir söluna. Það kann að vera að oft takist vel til og ríkið og sveitarfélög fái „sanngjarnt“ verð en gjarnan virðist vera að eitthvað misfarist í útreikningunum og nánast sé verið að gefa almannaeigur til vildarvina eða taka óþarfa áhættu á kostnað almennings. Þá er stutt á að minnast hvernig fór fyrir einkavæðingu ríkisbankanna yfir í að nú sé svartur kafli í íslenskri sögu nefndur eftir klúðrinu, bankahrunið. Einnig má nefna nýlegri dæmi eins og þegar Landsbankinn, þá aftur í ríkiseigu, seldu þriðjungshlut sinn í Borgun en þau viðskipti fengu heiðurstitilinn „Verstu viðskipti ársins“ frá Vísi, Fréttablaðinu og Stöð 2. Og stundum selur ríkið ekki eignir sínar en vill heldur ekki heimta fyrir þær nema málamynda leigu eins og gert er af kvótanum. Ég er ekki þar með að segja að ríkið eigi að eiga hér alla banka. Ég er einfaldlega að benda á að ef ríkið væri sjóðstjóri hjá fjárfestingarsjóði með ofangreind dæmi á bakinu er ekki víst að margir myndu treysta honum fyrir fleiri eignasölum. Þegar kemur að sölu Gagnaveitunnar frá Reykjavíkurborg þá á ég einstaklega erfitt með að sjá hvernig það kann að vera borgarbúum til hagsbóta að fá einkaaðila, óþarfan millilið, til þess að sjá um ljósleiðarakerfið hér. Gagnaveitan sinnir grunnþjónustu sem almenningur og fyrirtæki reiða sig á og er nauðsynlegt að hafa í nútíma samfélagi. Að selja slíkt fyrirtæki úr almannaeigu í einkaeigu er það að afhenda ákveðnum aðila einokunarstöðu á markaði þar sem neytendur, sem eru núverandi eigendur, geta ekki sagt sig úr með góðu móti. Hvernig á að verðleggja slíka sölu með góðum hætti? Hvernig á að sjá til þess að núverandi eigandi muni ekki sjálfur sitja í súpunni eftir söluna, eins og nokkuð ljóst er að muni gerast þegar einhver vildarvinur verður kominn með eignarhaldið og mun þrýsta upp verðinu á þjónustu Gagnaveitunnar. Ef að þetta er góð hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, að selja ljósleiðarakerfið sem fleiri einstaklingar ferðast um og ferðast oftar um heldur en um götur borgarinnar, þá er ég með jafn snjalla hugmynd sem kann að skila nokkrum aurum í kassann í flýti : Seljum Miklubrautina, þarf nokkur að keyra til vinnu hvort eð er með allri fjarvinnunni og Zoom fundunum nú til dags? Mun gjaldtaka víðsvegar á veginum ekki bara stuðla að aukinni hagkvæmni og að veginum sé viðhaldið? Skrípaleikur. En ef við hættum að ræða sölu eigna og tölum um skattaafslætti handa fjármagnseigendum þá á að fara hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150.000kr upp í 300.000kr. M.ö.o. er verið að gera vel við þá sem eiga efni á að fjárfesta. En af hverju ekki að gera á sama tíma jafn vel við þá sem stunda vinnu? Sennilega er hugsunin sú að ástæðulaust sé að gera betur við þá, þeir eru allir þegar að vinna og þurfa því ekki meiri hvata. En það þykir mér ekki mjög sanngjarnt. Ég legg því til viðbót við þessar breytingar á frítekjumarki fjármagnstekna: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að allir þeir sem fullnýta ekki þann skattaafslátt sem frítekjumark fjármagnsteknanna segir til um fá aukinn skattafslátt á launatekjur sínar. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Það hljómar sem skynsamlegri jólagjöf frá ríkinu heldur en að fara gefa innviði og völdum vildarvinum skattaafslætti. Og það væri líka flott fyrir fjármálaráðherra að getað innleitt lög og reglur fyrir alla en ekki bara suma eða ykkur hin, svona í ljósi aðstæðna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um jólin fengu eflaust margir ágætis jólagjafir. Flestir hafa þó fengið hóflegri gjafir en ríkisstjórnin og ákveðnir borgarfulltrúar hafa verið að láta sig dreyma um að gefa, því til stendur að hækka frítekjumark fjármagnstekna en einnig hefur aftur verið kastað fram hugmyndinni að selja Gagnaveituna og fjármálaráðherra hefur sagst vera jákvæður í garð tillögu um að hefja söluferli Íslandsbanka. Fjármálaráðherrann er að vísu sennilega með hugann annarstaðar þessa stundina eftir að hafa alveg óvart endað í fjölmennu partíi og gleymt Covid faraldrinum, svona eins og vill gerast þegar maður er á leiðinni heim oft á tíðum. En það er þó mikilvægt að á sama tíma og að við hin fordæmum athæfi ráðherrans, sem og ríkisstjórnarinnar fyrir að samþykkja slíka hegðun með aðgerðarleysi sínu, að við gleymum ekki öðrum alvarlegum málum. Svo við snúum nú sjónum að jólagjöfunum. Ég er ekki svo gamall að ég muni mikið eftir umræðunum í kringum þær miklu einkavæðingar sem ríkið fór í frá 1990 til lauslega eftir aldamótin. Raunar man ég hreinlega ekki eftir að hafa heyrt af einkavæðingu ríkiseigna sem hafa verið með eindæmum farsælar, þar sem almenningur hefur án nokkurs vafa verið betur settur eftir söluna. Það kann að vera að oft takist vel til og ríkið og sveitarfélög fái „sanngjarnt“ verð en gjarnan virðist vera að eitthvað misfarist í útreikningunum og nánast sé verið að gefa almannaeigur til vildarvina eða taka óþarfa áhættu á kostnað almennings. Þá er stutt á að minnast hvernig fór fyrir einkavæðingu ríkisbankanna yfir í að nú sé svartur kafli í íslenskri sögu nefndur eftir klúðrinu, bankahrunið. Einnig má nefna nýlegri dæmi eins og þegar Landsbankinn, þá aftur í ríkiseigu, seldu þriðjungshlut sinn í Borgun en þau viðskipti fengu heiðurstitilinn „Verstu viðskipti ársins“ frá Vísi, Fréttablaðinu og Stöð 2. Og stundum selur ríkið ekki eignir sínar en vill heldur ekki heimta fyrir þær nema málamynda leigu eins og gert er af kvótanum. Ég er ekki þar með að segja að ríkið eigi að eiga hér alla banka. Ég er einfaldlega að benda á að ef ríkið væri sjóðstjóri hjá fjárfestingarsjóði með ofangreind dæmi á bakinu er ekki víst að margir myndu treysta honum fyrir fleiri eignasölum. Þegar kemur að sölu Gagnaveitunnar frá Reykjavíkurborg þá á ég einstaklega erfitt með að sjá hvernig það kann að vera borgarbúum til hagsbóta að fá einkaaðila, óþarfan millilið, til þess að sjá um ljósleiðarakerfið hér. Gagnaveitan sinnir grunnþjónustu sem almenningur og fyrirtæki reiða sig á og er nauðsynlegt að hafa í nútíma samfélagi. Að selja slíkt fyrirtæki úr almannaeigu í einkaeigu er það að afhenda ákveðnum aðila einokunarstöðu á markaði þar sem neytendur, sem eru núverandi eigendur, geta ekki sagt sig úr með góðu móti. Hvernig á að verðleggja slíka sölu með góðum hætti? Hvernig á að sjá til þess að núverandi eigandi muni ekki sjálfur sitja í súpunni eftir söluna, eins og nokkuð ljóst er að muni gerast þegar einhver vildarvinur verður kominn með eignarhaldið og mun þrýsta upp verðinu á þjónustu Gagnaveitunnar. Ef að þetta er góð hugmynd fyrir Reykjavíkurborg, að selja ljósleiðarakerfið sem fleiri einstaklingar ferðast um og ferðast oftar um heldur en um götur borgarinnar, þá er ég með jafn snjalla hugmynd sem kann að skila nokkrum aurum í kassann í flýti : Seljum Miklubrautina, þarf nokkur að keyra til vinnu hvort eð er með allri fjarvinnunni og Zoom fundunum nú til dags? Mun gjaldtaka víðsvegar á veginum ekki bara stuðla að aukinni hagkvæmni og að veginum sé viðhaldið? Skrípaleikur. En ef við hættum að ræða sölu eigna og tölum um skattaafslætti handa fjármagnseigendum þá á að fara hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150.000kr upp í 300.000kr. M.ö.o. er verið að gera vel við þá sem eiga efni á að fjárfesta. En af hverju ekki að gera á sama tíma jafn vel við þá sem stunda vinnu? Sennilega er hugsunin sú að ástæðulaust sé að gera betur við þá, þeir eru allir þegar að vinna og þurfa því ekki meiri hvata. En það þykir mér ekki mjög sanngjarnt. Ég legg því til viðbót við þessar breytingar á frítekjumarki fjármagnstekna: Ónýttur skattafsláttur af fjármagnstekjum telst til ónýtts persónuafsláttar af launatekjum við árslok. Það þýðir að allir þeir sem fullnýta ekki þann skattaafslátt sem frítekjumark fjármagnsteknanna segir til um fá aukinn skattafslátt á launatekjur sínar. Launþegar munu þannig njóta jafngóðs af frítekjumarki fjármagnstekna og þeir sem hafa fjármagnstekjur. Hér er því lausn sem deilir ekki á hvort í eðli sínu sé þörf á þessari hækkun frítekjumarka fjármagnstekna en sér samt til þess að hún nýtist svo gott sem öllum fullorðnum. Það hljómar sem skynsamlegri jólagjöf frá ríkinu heldur en að fara gefa innviði og völdum vildarvinum skattaafslætti. Og það væri líka flott fyrir fjármálaráðherra að getað innleitt lög og reglur fyrir alla en ekki bara suma eða ykkur hin, svona í ljósi aðstæðna. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar