Um kyn, kynfræðslu, skóla og menntun Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 21. desember 2020 11:30 Nú hefur Menntamálaráðherra skipað starfshóp um kynfræðslu í skólum, sem ég á sæti í. Það hefur skapast umræða um starfshópinn á samfélagsmiðlum og í framhaldi langar mig að setja fram mína sýn á bæði mönnun starfshópsins og hlutverk hans. Áhugi minn á jafnréttismálum nær aftur um áratugi þó svo að aktivismi minn eigi kannski ekki svo langa sögu. Í kennaranámi mínu við Háskóla Íslands 2004-2006 byrjaði hugmyndin um jafnréttisfræðslu að gerjast með mér. Í framhaldi af námi mínu réði ég mig í kennarastarf við Borgarholtsskóla haustið 2006 og það reyndist mér mikið heillaspor. Fljótlega fór ég að ræða hugmyndina um að búa til áfanga um kynja- og jafnréttisfræðslu við stjórnendur skólans. Þekkjandi jafnréttislögin, þar sem kveðið er á um að öll skólastig skuli jafnréttisfræða nemendur, var rökstuðningur minn fyrir fræðslunni borðleggjandi. Hugmyndinni um þennan nýja valáfanga var vel tekið af stjórnendum Borgarholtsskóla frá upphafi. Það tók nemendur í Borgó heldur ekki langan tíma að svara kallinu. Ég man vel eftir stelpunum sem voru í fyrsta hópnum, hvernig þær nærðu mig og hvöttu áfram, þrátt fyrir að áfanginn væri ansi frumstæður í upphafi. Við vissum strax að hugmyndin var góð, mikilvæg og átti ríkt erindi. Áfanginn þróaðist hratt og ég byrjaði strax að kynna hann fyrir kennurum á framhaldsskólastiginu og þar var honum líka tekið fagnandi og á undraverðum tíma tóku margir skólar upp áfangann. Í dag er kynjafræði kennd í flestum eða öllum framhaldsskólum á Íslandi, ýmist sem val- eða skylduáfangi. Einnig eru fjölmargir grunnskólar með sambærilega áfanga. Áhugi á efni áfangans og tilvist hans hefur alla tíð verið mikill, bæði innanlands og utan. Ég hef áður skrifað um innihald kynja- og jafnréttisfræðslunnar sem fæddist í Borgó um árið. En sumar vísur eru ekki of oft kveðnar. Frá upphafi átti inntak áfangans að vera gagnrýnin greining á samfélaginu og menningunni með kynjagleraugum. Birtingar kynjamisréttis í sínum fjölbreyttustu myndum skoðaðar, greindar og settar í samhengi. Kynferðissleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi hefur alltaf verið hluti af menningu okkar og samfélagi og að fræðast um það er ein áhrifarík leið til upprætingar. Að átta sig á eigin mörkum og annarra er mikilvæg kynfræðsla. Kynlíf er stór og mikilvægur hluti lífs okkar. Kynlíf getur verið það fallegasta sem lífið hefur upp á að bjóða, en það er líka hægt að snúa því í ljótasta ofbeldi sem hugsast getur. Kynhegðun einstaklinga er jafnan undir smásjá samfélagsins, fólk er ýmist sveipað hetjuljóma fyrir kynhegðun eða druslustimplað, eftir kyni. Samþykki er flókið hugtak og þarf að setja í samhengi. Í kynjuðum heimi, þar sem allt okkar líf er litað af því hvaða kyni við tilheyrum eða viljum tilheyra er óhugsandi að aðskilja kynfræðslu frá kynjafræði. Ágætt dæmi um tengsl kynja- og kynfræðslu eru auglýsingar. Fræðimaðurinn Ervin Goffman fjallar um þrástef í birtingarmyndum kynja hvað varðar útlit og vald. Konur birtast sem valdslaust skraut og karlar sterkir með ríka gerendahæfni. Konur hlutgerðar og kynþokkavæddar. Æska, grannvaxinn líkami, kynferðislegar stellingar, valdalaus líkamsstaða einkenna kvenmyndir auglýsinga. Að skilja og setja í samhenngi þessi einkenni á menningunni og áhrifum hennar á kynverund okkar er frelsandi og valdeflandi. Að öll kyn í kennslustofunni glöggvi sig á mótandi skilaboðum í dægurmenningunni gerir þeim kleift að spyrna við áhrifunum. Að stelpur upplifi sig valdelfdar í kynhegðun sinni er óumdeilanlega mikilvægt því dægurmenningin er sannarlega að senda þeim skilaboð um að þær eigi að vera kynferðisleg viðföng annarra. Umræða í öruggu rými kennslustofunnar skerpir og víkkar hugann. Klám er annar hluti menningar okkar sem er mikilvægt að rýna í og ræða. Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að aðgreina kynferðislega örvandi efni eins og fræðafólk hefur gert. Klám er kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi en erótík er kynferðislega örvandi efni þar sem virðing er borin fyrir þeim sem þar birtast. Grundvallarmunur er því á klámi og erótík. Ef marka má nemendur mína í gegnum tíðina, þá er stærsti hluti, jafnvel allt, kynferðislega örvandi efni á netinu klám. Margir strákar sjá fyrst klám um 7 ára aldur og við getum svo bara ímyndað okkur hvaða áhrif það hefur á langanir, væntingar og fantasíur stráka að hafa horft á klám í mörg ár áður en þeir stunda kynlíf með öðrum einstaklingi. Nauðsynleg kynfræðsla er að vekja athygli á að þessi menning mótar stelpur til þess að þjóna strákum í „kynlífi“ og að það sé ,,eðlilegt” að þeim sé misboðið og þær beittar ofbeldi. Fljótlega eftir að ég hóf störf sem kennari, fór ég að taka þátt í stéttarfélagsstarfi kennara og sú þátttaka leiddi mig inn í Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands. Líklega settist ég fyrst í nefndina 2011 og hef setið sem fastast. Allan þann tíma í nefndinni hefur verið lögð áhersla á innleiðingu jafnréttisfræðslu í skólakerfið og nefndarfólk hefur verið samtaka í þeirri vinnu. Forsenda þess að jafnrétti sé stundað í skólum er að kennarar og allt starfsfólk skóla hafi jafnréttisnæmi. Kennaramenntun er lykill að innleiðingu jafnréttis í skólakerfið. Þekking, vitund og þjálfun í jafnréttismálum er grundvallaratriði hvers kennara sem vill stuðla að, stunda og fræða um jafnrétti. Það segir sig sjálft að ef vilji stjórnvalda er til að gera breytingar á skólakerfinu eða einstaka þáttum þess þá þurfa kennarar og skólafólk að vera með í þeirri vinnu frá upphafi til enda. Að öðrum kosti er ólíklegt að innleiðing breytinga heppnist. Starfsferill minn sem kennari hefur verið helgaður innleiðingu kyn-, kynja- og jafnréttisfræðslu í skólakerfið. Ég hef ígrundað málefnið, skoðað, rætt og ritað um það ómælt í gegnum árin. Fyrirlestrar mínir og námskeið skipta hundruðum. Það er mér því eðlilega mikilvægt og kært að nú sýni ráðherra menntamála málefninu áhuga með skipun starfshóps um kynfræðslu í skólum en eins og mér hefur vonandi tekist að rökstyðja í þessum pistli þarf kynfræðslan að vera í víðara samhengi. Sú tilhneiging að aðgreina kynfræðslu frá kynjafræðslu held ég að byggi á þeirri hugmynd að kynfræðsla sé ekki pólitísk. Pólitík skilgreini ég hér sem umræðu um völd og hagsmuni en kynjafræðin einmitt ögrar ríkjandi valdatengslum og að gefnu tilefni. Höfundur er kennari í Borgarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kynlíf Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Menntamálaráðherra skipað starfshóp um kynfræðslu í skólum, sem ég á sæti í. Það hefur skapast umræða um starfshópinn á samfélagsmiðlum og í framhaldi langar mig að setja fram mína sýn á bæði mönnun starfshópsins og hlutverk hans. Áhugi minn á jafnréttismálum nær aftur um áratugi þó svo að aktivismi minn eigi kannski ekki svo langa sögu. Í kennaranámi mínu við Háskóla Íslands 2004-2006 byrjaði hugmyndin um jafnréttisfræðslu að gerjast með mér. Í framhaldi af námi mínu réði ég mig í kennarastarf við Borgarholtsskóla haustið 2006 og það reyndist mér mikið heillaspor. Fljótlega fór ég að ræða hugmyndina um að búa til áfanga um kynja- og jafnréttisfræðslu við stjórnendur skólans. Þekkjandi jafnréttislögin, þar sem kveðið er á um að öll skólastig skuli jafnréttisfræða nemendur, var rökstuðningur minn fyrir fræðslunni borðleggjandi. Hugmyndinni um þennan nýja valáfanga var vel tekið af stjórnendum Borgarholtsskóla frá upphafi. Það tók nemendur í Borgó heldur ekki langan tíma að svara kallinu. Ég man vel eftir stelpunum sem voru í fyrsta hópnum, hvernig þær nærðu mig og hvöttu áfram, þrátt fyrir að áfanginn væri ansi frumstæður í upphafi. Við vissum strax að hugmyndin var góð, mikilvæg og átti ríkt erindi. Áfanginn þróaðist hratt og ég byrjaði strax að kynna hann fyrir kennurum á framhaldsskólastiginu og þar var honum líka tekið fagnandi og á undraverðum tíma tóku margir skólar upp áfangann. Í dag er kynjafræði kennd í flestum eða öllum framhaldsskólum á Íslandi, ýmist sem val- eða skylduáfangi. Einnig eru fjölmargir grunnskólar með sambærilega áfanga. Áhugi á efni áfangans og tilvist hans hefur alla tíð verið mikill, bæði innanlands og utan. Ég hef áður skrifað um innihald kynja- og jafnréttisfræðslunnar sem fæddist í Borgó um árið. En sumar vísur eru ekki of oft kveðnar. Frá upphafi átti inntak áfangans að vera gagnrýnin greining á samfélaginu og menningunni með kynjagleraugum. Birtingar kynjamisréttis í sínum fjölbreyttustu myndum skoðaðar, greindar og settar í samhengi. Kynferðissleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi hefur alltaf verið hluti af menningu okkar og samfélagi og að fræðast um það er ein áhrifarík leið til upprætingar. Að átta sig á eigin mörkum og annarra er mikilvæg kynfræðsla. Kynlíf er stór og mikilvægur hluti lífs okkar. Kynlíf getur verið það fallegasta sem lífið hefur upp á að bjóða, en það er líka hægt að snúa því í ljótasta ofbeldi sem hugsast getur. Kynhegðun einstaklinga er jafnan undir smásjá samfélagsins, fólk er ýmist sveipað hetjuljóma fyrir kynhegðun eða druslustimplað, eftir kyni. Samþykki er flókið hugtak og þarf að setja í samhengi. Í kynjuðum heimi, þar sem allt okkar líf er litað af því hvaða kyni við tilheyrum eða viljum tilheyra er óhugsandi að aðskilja kynfræðslu frá kynjafræði. Ágætt dæmi um tengsl kynja- og kynfræðslu eru auglýsingar. Fræðimaðurinn Ervin Goffman fjallar um þrástef í birtingarmyndum kynja hvað varðar útlit og vald. Konur birtast sem valdslaust skraut og karlar sterkir með ríka gerendahæfni. Konur hlutgerðar og kynþokkavæddar. Æska, grannvaxinn líkami, kynferðislegar stellingar, valdalaus líkamsstaða einkenna kvenmyndir auglýsinga. Að skilja og setja í samhenngi þessi einkenni á menningunni og áhrifum hennar á kynverund okkar er frelsandi og valdeflandi. Að öll kyn í kennslustofunni glöggvi sig á mótandi skilaboðum í dægurmenningunni gerir þeim kleift að spyrna við áhrifunum. Að stelpur upplifi sig valdelfdar í kynhegðun sinni er óumdeilanlega mikilvægt því dægurmenningin er sannarlega að senda þeim skilaboð um að þær eigi að vera kynferðisleg viðföng annarra. Umræða í öruggu rými kennslustofunnar skerpir og víkkar hugann. Klám er annar hluti menningar okkar sem er mikilvægt að rýna í og ræða. Mér hefur alltaf þótt nauðsynlegt að aðgreina kynferðislega örvandi efni eins og fræðafólk hefur gert. Klám er kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi en erótík er kynferðislega örvandi efni þar sem virðing er borin fyrir þeim sem þar birtast. Grundvallarmunur er því á klámi og erótík. Ef marka má nemendur mína í gegnum tíðina, þá er stærsti hluti, jafnvel allt, kynferðislega örvandi efni á netinu klám. Margir strákar sjá fyrst klám um 7 ára aldur og við getum svo bara ímyndað okkur hvaða áhrif það hefur á langanir, væntingar og fantasíur stráka að hafa horft á klám í mörg ár áður en þeir stunda kynlíf með öðrum einstaklingi. Nauðsynleg kynfræðsla er að vekja athygli á að þessi menning mótar stelpur til þess að þjóna strákum í „kynlífi“ og að það sé ,,eðlilegt” að þeim sé misboðið og þær beittar ofbeldi. Fljótlega eftir að ég hóf störf sem kennari, fór ég að taka þátt í stéttarfélagsstarfi kennara og sú þátttaka leiddi mig inn í Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands. Líklega settist ég fyrst í nefndina 2011 og hef setið sem fastast. Allan þann tíma í nefndinni hefur verið lögð áhersla á innleiðingu jafnréttisfræðslu í skólakerfið og nefndarfólk hefur verið samtaka í þeirri vinnu. Forsenda þess að jafnrétti sé stundað í skólum er að kennarar og allt starfsfólk skóla hafi jafnréttisnæmi. Kennaramenntun er lykill að innleiðingu jafnréttis í skólakerfið. Þekking, vitund og þjálfun í jafnréttismálum er grundvallaratriði hvers kennara sem vill stuðla að, stunda og fræða um jafnrétti. Það segir sig sjálft að ef vilji stjórnvalda er til að gera breytingar á skólakerfinu eða einstaka þáttum þess þá þurfa kennarar og skólafólk að vera með í þeirri vinnu frá upphafi til enda. Að öðrum kosti er ólíklegt að innleiðing breytinga heppnist. Starfsferill minn sem kennari hefur verið helgaður innleiðingu kyn-, kynja- og jafnréttisfræðslu í skólakerfið. Ég hef ígrundað málefnið, skoðað, rætt og ritað um það ómælt í gegnum árin. Fyrirlestrar mínir og námskeið skipta hundruðum. Það er mér því eðlilega mikilvægt og kært að nú sýni ráðherra menntamála málefninu áhuga með skipun starfshóps um kynfræðslu í skólum en eins og mér hefur vonandi tekist að rökstyðja í þessum pistli þarf kynfræðslan að vera í víðara samhengi. Sú tilhneiging að aðgreina kynfræðslu frá kynjafræðslu held ég að byggi á þeirri hugmynd að kynfræðsla sé ekki pólitísk. Pólitík skilgreini ég hér sem umræðu um völd og hagsmuni en kynjafræðin einmitt ögrar ríkjandi valdatengslum og að gefnu tilefni. Höfundur er kennari í Borgarholtsskóla.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar