Handbolti

Þórir Evrópu­meistari með Noreg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnaður Selfyssingurinn. Hans fjórða EM gull.
Magnaður Selfyssingurinn. Hans fjórða EM gull. Andre Weening/Getty Images

Noregur er Evrópumeistari í handbolta eftir 22-20 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum í Herning í kvöld. Þetta er sjöunda gull Þóris Hergeirssonar með norska liðið.

Jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínúturnar. Staðan var 4-4 eftir eftir tíu mínútna leik en þá skoruðu þær norsku þrjú mörk í röð og náðu mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik.

Þær leiddu 14-10 í hálfleik en Frakkarnir byrjuðu af miklum krafti í síðari hálfleiknum og voru búnar að jafna er tíu mínútur voru til leiksloka. Þær norsku voru hins vegar sterkari á lokakaflanum og unn að lokum tveggja marka sigur, 22-20.

Stine Skogrand, Nora Mörk og Veronica Kristiansen voru markahæstar í norska liðinu með fjögur mörk en Mörk endar sem markahæsti leikmaður mótsins. Pauletta Foppa skoraði fimm mörk fyrir franska liðið.

Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera fábæra hluti með norska liðið. Liðið hefur náð í gullverðlaun í þremur af síðustu fjórum Evrópumótum en þetta var sjöunda gull hans sem aðalþjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×