Handbolti

Viktor og Elvar öflugir í Ís­lendinga­slag og enn einn sigurinn hjá Aroni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson gat fagnað í dag.
Viktor Gísli Hallgrímsson gat fagnað í dag. EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Íslendingaliðið GOG er enn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á öðru Íslendingaliði, Skjern, í dag. Lokatölur 30-25.

GOG var 15-14 yfir í hálfleik. Þeir héldu svo vel á spilunum í síðari hálfleik og varð munurinn að endingu fimm mörk. GOG er með þriggja stiga forystu á toppnum en Skjern er í sjötta sætinu.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði ellefu skot í marki GOG. Hann var með rúmlega 30% markvörslu en Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk úr níu skotum fyrir Skjern.

Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað fyrir SönderjyskE er þeir unnu 29-26 sigur á Kolding í dag. Ágúst Elí Björgvinsson varð eitt skot skot af þeim fjórum sem hann fékk á sig í marki Kolding.

SönderjyskE er í fimmta sætinu en Kolding í því sjöunda.

Barcelona vann sautjánda deildarleikinn í jafn mörgum leikjum í spænsku úrvalsdeildinni er liðið vann tíu marka sigur á Bidasoa Irun, 37-27.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Börsunga en þeir eru með fullt hús stiga. Bidasoa er í öðru sætinu með átta stigum minna en spænsku meistararnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×