Handbolti

Misjafnt gengi Íslendinganna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki svífur inn úr horninu en hann er einn markahæsti leikmaður þýska boltans.
Bjarki svífur inn úr horninu en hann er einn markahæsti leikmaður þýska boltans. Uwe Anspach/Getty

Bjarki Már Elísson var markahæsti íslenski leikmaðurinn í Evrópuhandboltanum í kvöld en nokkrir þeirra voru í eldlínunni; í sænska, danska og þýska boltanum.

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk er Lemgo vann eins marks sigur á Wetzlar, 28-27, í spennutrylli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enn einn frábæri leikurinn hjá Bjarka en Lemgo er eftir sigurinn í áttunda sæti deildarinnar.

Rúnar Kársaon skoraði fimm mörk en Gunnar Steinn Jónsson og Daníel Þór Ingason komust ekki á blað í stórsigri Ribe-Esbjerg á Lemvig, 31-22, í danska boltanum.

Ribe-Esbjerg er í ellefta sæti deildarinnar með þrettán stig.

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk og Teitur Örn Einarsson tvö er Kristianstad tapaði fyrir Skövde í sænska boltanum, 28-23.

Þetta er annað tap Kristianstad í röð og eru þeir nú í sjöunda sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×