Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Björgólfur Jóhannsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun