Opið bréf til Lilju Alfreðsdóttur um aðgengi tíðarvara í grunn- og framhaldsskólum Hekla Rist, Anna María Allawawi Sonde, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Saga María Sæþórsdóttir skrifa 16. desember 2020 20:30 Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Kæra Lilja Dögg. Við heitum Anna (14 ára nemandi við Langholtsskóla), Saga (15 ára nemandi við Langholtsskóla), Gunnhildur (18 ára nemandi við Harvard) og Hekla (18 ára nemandi við Menntaskólann við Sund), og erum 4 ungar stelpur sem höfum verið að fylgjast með umræðum um niðurgreiðslur á tíðavörum á Alþingi og vorum mjög vonsviknar þegar við fréttum það að tillögur um aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum hafi verið felldar aðeins með einu atkvæði í 2. umræðu fjárlaga, sérstaklega í ljósi þess að nágrannaland okkar, Skotland, var að samþykkja slíka tillögu og ungmenni þar farin að njóta fullu og jöfnu aðgengi að tíðarvörum. Það að ungt fólk og láglaunafólk hafi aðgengi að tíðarvörum er okkar hjartans mál, og höfum við verið að vekja athygli á því á samfélagsmiðlum þar á meðal, Instagram með reikningnum @bleikframtid og á TikTok þar sem tugir þúsunda ungmenna hafa verið að ræða málið um aðgengi á tíðarvörum. Það er ljóst að ungu fólki finnst að því ætti ekki að vera mismunað á því hvort manneskja sé með leg eða ekki, og eru sammála um að allir ættu að fá sama aðgengi að tíðarvörum og klósettpappír. Við erum því að vonast til þess að þú getir tekið málið upp við fjárlaganefnd og hjálpað nefndinni að útfæra hugmyndir Andrés Inga fyrir fólk í grunn- og framhaldsskólum áður en þingið klárar fjárlög fyrir næsta ár. Þannig getur þú tryggt að strax á næsta ári sitji fólk við sama borð óháð búsetu og fjárhagsstöðu sveitafélags hvað varðar aðgengi að tíðarvörum, og að vörurnar uppfylli gæða- og umhverfiskröfur, en séu líka ódýrar því væntanleg eru stórkaup á þessum vörum. Aðgengi tíðarvara er flókið mál, en með því að byrja á því að gera tíðarvörur jafn aðgengilegar og klósettpappír í grunn- og framhaldsskólum erum við að taka fyrsta skrefið í mikilvægri baráttu fyrir aðgengi að tíðarvörum. Því biðjum við þig Lilja um að ganga í þetta mál og sýna fordæmi á norðurlöndunum hvað varðar aðgengi að tíðarvörum. Við vitum að þingið hefur stuttan tíma til þess að ganga frá þessu, en við vitum að þú skilur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir þúsundir ungs fólks. Gangi þér vel Lilja, við bíðum spennt eftir næsta skrefi í jafnréttisbaráttunni. Kær kveðja, Anna María Allawawi Sonde Hekla Rist Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir Saga María Sæþórsdóttir Og þau fjölmörgu ungmenni sem hafa aðstoðað okkur í baráttunni.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun