Skortur á vatni og hreinlæti í fjórðungi heilbrigðisstofnana Heimsljós 14. desember 2020 12:09 Gunnisal Aðgengi að vatni, salernis- og hreinlætisaðstöðu á heilbrigðisstofnunum er ábótavant í ákveðnum heimshlutum, sérstaklega í þróunarríkjum. Í einni af hverjum fjórum heilbrigðisstofnunum í heiminum skortir aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur hættuna á því fyrir starfsfólk og sjúklinga – um 1,8 milljarð einstaklinga – að smitast af kórónaveirunni og öðrum bráðsmitandi veirum. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggða á könnun sem náði til 165 landa. „Að vinna á heilbrigðisstofnun án vatns, salernis- og hreinlætisaðstöðu er sambærilegt við að senda hjúkrunarfræðinga og lækna til vinnu án skjólfatnaðar,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Vatn, salernis- og hreinlætisaðstaða á heilbrigðisstofnunum er grundvallaratriði til að stöðva COVID-19. Í ákveðnum heimshlutum þarf að bæta aðstöðu í þessum efnum, sérstaklega í þróunarríkjum.“ Heilbrigðisstarfsfólk er í meiri hættu en aðrir að smitast af kórónaveirunni. Það sést á tölum sem koma fram í skýrslunni. Heilbrigðisstarfsfólk telur 3 prósent mannkyns en 14 prósent hafa veikst af COVID-19. „Að senda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem veikir eru og þurfa meðferð inn á stofnanir þar sem ekki er að finna hreint vatn, örugga salernisaðstöðu eða jafnvel sápu – það heitir að stofna lífi fólks í hættu,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Samkvæmt skýrslunni – Global Progress Report on WASH in Health Care Facilities – gat þriðjungur heilbrigðisstofnana í heiminum ekki tryggt handþvott og ein af hverjum tíu hafði ekki upp á viðunandi salernisaðstöðu að bjóða. Staðan er enn verri ef horft er til 47 fátækustu ríkja heims þar sem helmingur heilbrigðisstofnana hafði engan aðgang að hreinu drykkjarvatni, fjórðungur engan aðgang að vatni til handþvotta eða annars hreinlætis, og þrjár af hverjum fimm skorti salernisaðstöðu. Að mati WHO og UNICEF myndi kosta um 130 krónur á hvern íbúa að tryggja úrbætur á þessu sviði í viðkomandi ríkjum og 26 krónur til viðhalds á ári hverju. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent
Í einni af hverjum fjórum heilbrigðisstofnunum í heiminum skortir aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu sem eykur hættuna á því fyrir starfsfólk og sjúklinga – um 1,8 milljarð einstaklinga – að smitast af kórónaveirunni og öðrum bráðsmitandi veirum. Þetta kemur fram í nýrri sameiginlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) byggða á könnun sem náði til 165 landa. „Að vinna á heilbrigðisstofnun án vatns, salernis- og hreinlætisaðstöðu er sambærilegt við að senda hjúkrunarfræðinga og lækna til vinnu án skjólfatnaðar,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO. „Vatn, salernis- og hreinlætisaðstaða á heilbrigðisstofnunum er grundvallaratriði til að stöðva COVID-19. Í ákveðnum heimshlutum þarf að bæta aðstöðu í þessum efnum, sérstaklega í þróunarríkjum.“ Heilbrigðisstarfsfólk er í meiri hættu en aðrir að smitast af kórónaveirunni. Það sést á tölum sem koma fram í skýrslunni. Heilbrigðisstarfsfólk telur 3 prósent mannkyns en 14 prósent hafa veikst af COVID-19. „Að senda heilbrigðisstarfsfólk og þá sem veikir eru og þurfa meðferð inn á stofnanir þar sem ekki er að finna hreint vatn, örugga salernisaðstöðu eða jafnvel sápu – það heitir að stofna lífi fólks í hættu,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. Samkvæmt skýrslunni – Global Progress Report on WASH in Health Care Facilities – gat þriðjungur heilbrigðisstofnana í heiminum ekki tryggt handþvott og ein af hverjum tíu hafði ekki upp á viðunandi salernisaðstöðu að bjóða. Staðan er enn verri ef horft er til 47 fátækustu ríkja heims þar sem helmingur heilbrigðisstofnana hafði engan aðgang að hreinu drykkjarvatni, fjórðungur engan aðgang að vatni til handþvotta eða annars hreinlætis, og þrjár af hverjum fimm skorti salernisaðstöðu. Að mati WHO og UNICEF myndi kosta um 130 krónur á hvern íbúa að tryggja úrbætur á þessu sviði í viðkomandi ríkjum og 26 krónur til viðhalds á ári hverju. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent