Formúla 1

Lewis Hamilton verður með um helgina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lewis Hamilton nær síðasta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1.
Lewis Hamilton nær síðasta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Clive Mason/Getty Images

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 snýr aftur fyrir kappakstur helgarinnar eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og misst af síðasta kappakstri sem fram fór í Barein.

Hamilton hafði vart náð að fagna sjöunda heimsmeistaratitli sínum – sem er jöfnun á meti Michael Schumacher – er hann greindist með kórónuveiruna. Í kjölfarið fór hann í einangrun og missti af Formúlu 1 kappakstri síðustu helgar sem fram fór í Barein.

Hamilton hefur nú náð sér og mætti til Abu Dhabi í gærkvöld þar sem kappakstur helgarinnar fer fram. Er það síðasti kappakstur þessa tímabils í Formúlu 1 og ljóst að Hamilton stefnir á að bæta einn einum sigrinum við þá 95 sem hann hefur nú þegar unnið á ferlinum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.