Lewis Hamilton verður Sir Lewis Hamilton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2020 16:31 Lewis Hamilton fagnar sínum sjöunda heimsmeistaratitli í Formúlu 1 sem hann vann í Tyrklandi um þarsíðustu helgi. getty/Clive Mason Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013. Formúla Bretland Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1, verður sæmdur riddaratign og fær því að bera sæmdarheitið Sir Lewis Hamilton. Talið er að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að Hamilton yrði sæmdur riddaratign. Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 með sigri í tyrkneska kappakstrinum um þarsíðustu helgi. Hann hefur orðið heimsmeistari fjórum sinnum í röð og sjö sinnum alls, jafn oft og Michael Schumacher. Enginn ökuþór í sögu Formúlu 1 hefur unnið fleiri keppnir en Hamilton (94) og enginn hefur oftar verið á ráspól (97). Nefndin sem tilnefnir riddara hefur verið treg til að veita íþróttafólki sem er að enn að keppa riddaratign en mun gera undantekningu í tilviki Hamiltons. Hann verður fjórði Formúlu 1 ökuþórinn sem verður sæmdur riddaratign á eftir Sir Jack Brabham, Sir Stirling Moss og Sir Jackie Stewart. Meðal annarra þekktra breskra íþróttamanna sem hafa verið sæmdir riddaratign má nefna Sir Andy Murray, Sir Mo Farah, Dame Jessica Ennis-Hill, Sir Alex Ferguson, Sir Nick Faldo og Sir Bobby Charlton. Hamilton, sem er 35 ára, ku vera nálægt því að gera nýjan samning við Mercedes sem færir honum 40 milljónir punda í árslaun. Hamilton hefur keppt fyrir Mercedes síðan 2013.
Formúla Bretland Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira