Mun fólk flýja höfuðborgina? Jón Páll Hreinsson skrifar 10. desember 2020 17:00 Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Byggðamál Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar