Mun fólk flýja höfuðborgina? Jón Páll Hreinsson skrifar 10. desember 2020 17:00 Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Byggðamál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er engin vafi á að Covid faraldurinn mun breyta heiminum og við stöndum frammi fyrir breyttri heimsmynd. Við sem manneskjur og þjóð munum breyta því hvernig við lifum, hvernig við eigum samskipti og hvernig við vinnum. Strax þegar takmarkanir tóku gildi hér á landi varð mikil aukning á fjarvinnu. Strax í apríl höfðu yfir 40% unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima og hlutfallið er enn svipað þegar þetta er skrifað (1). Erlendis hafa hliðstæðar mælingar sýnt frammá svipaðar tölur og eru m.a. yfir 40% Bandríkjamanna sem vinna alfarið heima og engin merki eru um að það muni breytast í bráð(2). En hvað mun gerast þegar heimsfaraldrinum lýkur, vonandi strax á næsta ári? Munum við halda áfram að vinna í fjarvinnu í sama mæli? Í mælingum Gallup (1) kemur fram að núna í nóvember hafa langflestir þeirra sem vinna í fjarvinnu í dag áhuga á að halda því áfram að hluta eða öllu leyti. Reyndar vilja yfir 90% þeirra vinna meirihluta af sinni vinnu heima hjá sér. Það er því öruggt að heimurinn verður aldrei eins. Við munum haga okkur öðruvísi og við munum líta öðrum augum á það hvernig við stundum vinnu, a.m.k. sum okkar. Erlendis þar sem Covid faraldurinn hefur haft meiri áhrif en hér á landi eru áhrifin á samfélagið þegar farin að koma fram. Stórar borgir eins og New York eru í basli þegar fólk yfirgefur borgina til að flytja á minni þéttbýlli svæði. Húsnæðisverð hefur lækkað, skrifstofur standa auðar og þegar fólkið er ekki til staðan lenda veitingahús og þjónustufyrirtæki í vandræðum. Borgirnar í heiminum hafa ekki séð slíka niðursveiflu í mörg ár, allt frá því að spænska veikin árið 1918 hafði svipaðar afleiðingar og nú. Fólk flykktist úr borgunum til sveitanna og minni bæja. En hvað þýðir þetta fyrir stefnumörkun stjórnvalda? Eftir Covid mun fólk hafa meiri þörf fyrir fjarlægð og hefur uppært þekkingu sína og hæfni til að vinna fjarvinnu. Þar með eru gæði landsbyggðarinnar orðin raunhæfari kostur en áður. Það er ekki þannig að höfuðborgarsvæðið verði rjúkandi rúst og miðborgin verði eins og eyðmerkurbær í góðri vestramynd, en það eru sterk rök fyrir því að fólk muni flytja frá borginni í meira mæli en áður í kjölfar heimsfaraldurs. Góðu fréttirnar fyrir landsbyggðina eru þær að þar mun mannlíf styrkjast og eflast þegar fólk sækir í að flytja út fyrir höfuðborgarsvæðið. Efling mannlífs mun kalla á uppbyggingu innviða, samgöngur, skóla, heilbrigðisþjónustu þarf að styrkja og efla, svo fátt eitt sé nefnt. Í ljósi þessa þá er núna rétti tíminn fyrir stjórnvöld að breyta áherslum í uppbyggingu innviða á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kannski er skynsamlegt að fresta framkvæmdum við borgarlínu og sundabraut og byggja upp á landsbyggðinni í staðinn? Kannski er það forgangsmál næstu ára að tryggja góða þjónustu á landsbyggðinni og leggja áherslu á samgöngur frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar, en minni áherslu á samgöngur innan borgarmarkanna? Það þarf allaveganna að ræða það! Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. (1)Frétt á visir.is: Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga (2)https://siepr.stanford.edu/research/publications/how-working-home-works-out
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun