Eigandi Dallas Mavericks býst við því að tapa tólf milljörðum á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 15:00 Mark Cuban með Luka Doncic þegar Slóveninn var kjörinn besti nýliðinn í NBA-deildinni í fyrra. Getty/Joe Scarnici Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, er búinn að undirbúa sig fyrir það að tapa gríðarlegum fjárhæðum á 2020-21 tímabilinu vegna kórónuveirunnar. NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira